Opnað að nýju fyrir skráningar í Laugaveginn

uppfært 25. ágúst 2020

Sökum þess að erlendir keppendur munu eiga erfitt um vik við að koma til landsins og taka þátt í Laugavegshlaupinu verður opnað fyrir skráningar að nýju. Með þessu opnast gluggi fyrir áhugasama meðlimi í íslenska hlaupasamfélaginu til að taka þátt í þessu stórfenglega hlaupi. Þegar opnaði fyrir skráningar í Laugaveginn í janúar seldist upp í hlaupið á innan við þremur klukkustundum en þá höfðu hlauparar af 35 þjóðernum skráð sig til leiks.

Þeir hlauparar sem eru spenntir ættu að skoða myndasafn hlaup.is frá því í fyrra.

Laugavegshlaupið er 55 kílómetra langt utanvegahlaup, eða svokallað Ultra Maraþon. Hlaupið er fyrir þá sem hafa bæði góðan hlaupagrunn og hlaupið samfellt í undirbúningnum að lágmarki 30km.

Skráning verður opnuð aftur á vef hlaupsins miðvikudaginn 20. maí klukkan 12:00 (hádegi).

Áhersla er lögð á að haga skipulagi í samræmi við reglur og viðmið Almannavarna.

Nánari upplýsingar á vef hlaupsins.