birt 10. apríl 2004

Eins og margir vita fór tímataka úrskeiðis í Óshlíðarhlaupinu í fyrra. Úrslitin voru lengi í vinnslu ekki birt fyrr en seint og þá á heimasíðu hlaupsins. Nú hafa skýringar borist til Hlaupasíðunnar frá mótshöldurum og fylgja þær hér:

Það sem gerðist nákvæmlega í tímatökunni var að græjurnar fóru ekki af stað þegar hálfmaraþon var ræst vegna tækniörðugleika og var klukkan ræst um hálftíma á eftir og því þurfti að handreikna tímana en hlaupararnir komu í mark á um 30 mín betri tíma en ella. Þetta er eitthvað sem ekki mun koma fyrir aftur.

Það er Sundfélagið Vestri sem hefur séð um hlaupið. Þeir eru ákveðnir í að gera betur og þeir taka alltaf við ábendingum ár hvert og reyna að gera betur næst. Brautagæsla verður efld og starfsmenn munu verða meira áberandi í ár en í fyrra svo eitthvað sé nefnt. Hlaupið hefur alltaf farið fram í blíðskapaveðri og náttúran (hlaupaleiðin) er einstök.

Hlaupasíðan trúir því að þarna munu menn ekki bregðast aftur á tímatöku og hvetur því menn til að prófa þetta hlaup. Hlaupaleiðin er einstök, það hefur umsjónarmaður reynt og þetta með veðrið er sannarlega satt !!