Ratleikjanámskeið fyrir byrjendur – börn og fullorðna

uppfært 15. september 2022

Byrjendanámskeið í rathlaupi fer fram tvo fimmtudaga í september.

Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem eru stíga sín fyrstu skref í rathlaupi og vilja þjálfa rötunarkunnáttu. Farið verður fjöruga ratleiki, grunnatriði í kortalestri og áttavitaæfingar.
Æfingarnar miða við létt hlaup eða rösklega göngu.

Námskeiðið hentar fyrir einstaklinga og fjölskyldur með börn frá 8 ára aldri.

Skráning fer fram hér.

Tímasetningar
15. september – fim – æfing í Öskjuhlíð kl 17:30 – 18:30
22. september – fim – æfing í Öskjuhlíð kl 17:30 – 18:30
25. september – sun – Fjölskyldumót í Grafarholti kl 11 -12

Kostnaður við námskeiðið er 3.000 kr á fullorðin og greitt er með millifærslu.

  • KT: 621209-1910
  • BN: 133-26-012484

Skoðaðu myndbönd af rathlaupum og kynningarmyndböndum um þau á vef Rathlaupafélagsins Hekla.