Reykjavíkurmaraþon - Tímataka og úrslit

birt 22. ágúst 2004

Við tímatöku í Reykjavíkurmaraþoni var notað var tímatökukerfi frá Champion Chip og boðið upp á skráningar á netinu. Einhver vandkvæði voru í netskráningu og tafði það afhendingu gagna talsvert. Gögn frá tímatökukerfinu/skráningargögn voru með talsvert af villum og hefur verið reynt að leiðrétta það helsta hér á hlaup.is. Það hefur tafið innsetningu á úrslitum. Úrslit hér á hlaup.is eru því með leiðréttingum sem ekki eru á vef Reykjavíkurmaraþons. Úrslit í maraþonhlaupi hafa ekki borist.

Í úrslitaskránum eru 2 tímar gefnir upp, byssutími og flögutími. Byssutíminn er opinber tími í hlaupinu en flögutíminn er í raun sá tími sem tók viðkomandi hlaupara að hlaupa vegalengdina. Byssutíminn er alltaf notaður til að skera úr um röð hlaupara í hlaupunum og úthluta sætum.