September mót FH og Framfara - 7. september

birt 25. ágúst 2004

Þriðjudagskvöldið 7. sept. kl. 20 verða haldin 2000 m og 3000 m hlaup í Kaplakrika á vegum Framfara, hollvinafélags millivegalengda- og langhlaupara. Hlaupin eru hluti af Innanfélagsmóti FH og Framfara.

Aðrar keppnisgreinar á mótinu eru sleggjukast kvenna og spjótkast karla og er ábyrgðarmaður mótsins Sigurður Haraldsson.

Tímaseðill
Kl. 20:00 2000m hlaup kvenna
Kl. 20:20 3000m hlaup karla
Kl. 20:40 Sleggjukast kvenna
Kl. 21:00 Spjótkast karla

Þátttökugjald er 500 kr og greiðist á staðnum fyrir mótið. Skráning fer fram með tölvupósti til Björns Margeirssonar (bjornm@almenna.is) eða á staðnum til kl. 19:45.

Vonast er eftir góðri þátttöku hlaupara af öllum getustigum og góðri mætingu á áhorfendapallana!  Reiknað er með að hin stórefnilega Íris Anna Skúladóttir, Fjölni, geri atlögu að Íslandsmeti Þorbjargar Jensdóttur, ÍR, í 2000 m hlaupi síðan 1991.  Metið er 6:38.46 mín og miðað við stórgóða tíma Írisar í 1500 m og 3000 m á nýafstöðnu Norðurlandamóti unglinga (4:34.46 mín og 9:50.37 mín) er metið í stórhættu.
 
F.h. stjórnar Framfara,
Björn Margeirsson