Skráning í Laugavegsnámskeið hlaup.is og Sigga P. er hafin

uppfært 21. janúar 2021

Hlaup.is í samvinnu við Sigurð P. Sigmundsson býður upp á 4 mánaða undirbúningsnámskeið fyrir Laugaveginn frá 3. mars til 17. júlí. Það að hlaupa Laugaveginn er mikil persónuleg áskorun. Til að tryggja að hlaupið verði ánægjuleg og skemmtileg reynsla og að sem bestur árangur náist í hlaupinu án áfalla, er mjög mikilvægt að undirbúa sig vel. Nú býðst hlaupurum að taka þátt í undirbúningi fyrir Laugaveginn undir stjórn reyndra hlaupara, Sigurðar P. Sigmundssonar fyrrum Íslandsmethafa í maraþoni og margreynds Laugavegsfara og Torfa H. Leifssonar umsjónarmanns hlaup.is.

Námskeiðið verður nú haldið í þrettánda skiptið. Árlegur fjöldi hingað til hefur verið á bilinu 30-50 manns og hafa þátttakendur lokið hlaupinu á bilinu 5:00 klst til 9:00 klst. Námskeiðið hentar því fólki á öllum aldri og af mismunandi getustigum. Tekið er mið, í persónulegum áætlunum, af getu hvers og eins og áætlanir sniðnar að markmiðum hvers hlaupara. Hlauparar fá nýja áætlun á 4 vikna fresti miðað við stöðu þeirra og framfarir.

Skráningar og nánari upplýsingar í valmynd undir "Hlaup á Íslandi/Námskeið/Námskeið hlaup.is"

Laugavegsnámskeið 2020 05 27 18.13.33
Æfing í Heiðmörk