Skráning í Miðnæturhlaupið stöðvuð tímabundið út af Covid

uppfært 19. apríl 2021

COVID-19 heldur áfram að hrella okkur hlaupara. Nú er búið að loka tímabundið fyrir skráningu í Miðnæturhlaup Suzuki 2021 meðan unnið er að útfærslu á framkvæmd hlaupsins með tilliti til samkomutakmarkana.

Við vonum að þessi uppsveifla í smitum undanfarna daga verði jafnfljót niður, þannig að ekki þurfi að herða ráðstafanir og við getum haldið inn í hlaupasumarið með bros á vör og skráð í fullt af hlaupum sem verða haldin :-)