Stjörnuhlaupið 2021 með nýju tónlistarsniði

uppfært 17. maí 2021

Það er gaman að fylgjast með gróskunni í hlaupunum á Íslandi. Mikið af nýjum hlaupum skjóta upp kollinum og svo eru hlauphaldarar eldri hlaupa í auknum mæli að koma með spennandi nýjungar. Eitt af þessum hlaupum sem bryddar upp á skemmtilegri nýjung í ár er Stjörnuhlaupið. Það fer fram breyttu sniði síðdegis laugardaginn 29. maí. Boðið verður upp á tvær gleðileiðir, 10 km hring og 2 km hring en hann er sérstaklega hugsaður fyrir yngri kynslóðina.

Hlaupaleiðin er ný og að langmestu leyti á stígum Garðabæjar en hún hlykkjast skemmtilega um nokkur hverfi bæjarins. Hlauparar geta gert ráð fyrir veglegu fjöri í brautinni þar sem tónaflóð mun dynja á þeim svo til í hverju skrefi.

Þetta er góð leið fyrir alla fjölskylduna til að sameinast í skemmtilegri hreyfingu og til að koma til móts við fjölskyldurnar, býður Stjórnuhlaupið upp á fjölskyldupakka þar sem greitt er fast verð 7.000 kr fyrir fjölskylduna ef hún skráir sig öll í einu. Eina sem þarf að gera er að setja inn afsláttarkóðann STJORNU-FJOLSK inn í skráningarferlinu og þá er fast verð rukkað.

Nánari upplýsingar um hlaupið og skráning eru á hlaup.is.

Við tókum viðtal við forsvarsmenn hlaupsins og heyrðum hvað þeir höfðu að segja um allar þær nýjungar sem verið er að kynna í nýju Stjörnuhlaupi.