Súlur Vertical - Rannveig og Þorbergur sigra 55 km hlaupið

uppfært 02. ágúst 2021

Fjallahlaupið Súlur Vertical var haldið við frábærar aðstæður á Akureyri um helgina. Gerðar voru töluverðar breytingar á upphaflegum áætlunum og víðtækar ráðstafanir viðhafðar til að fylgja sóttvarnareglum og tryggja öryggi keppenda og starfsfólks.

Keppt var í þremur vegalengdum sem allar hófust í Kjarnaskógi og lauk í miðbæ Akureyrar. Samtals voru keppendur um 400 talsins sem fóru af stað í sjö hópum á mismunandi tímum. Um 600 keppendur voru upphaflega skráðir til leiks, en forföll urðu vegna Covid-19.

Fyrstu hlauparar hófu keppni kl. 7 á laugardagsmorgun og síðasti hópur var ræstur um hádegi. Framkvæmd hlaupsins gekk í öllum meginatriðum samkvæmt áætlun. Veðrið lék við hlaupara og starfsfólk og má segja að allar aðstæður hafi verið eins og best verður á kosið.

Súlur 2021 Rannveig 8730 Skapti Hallgrímsson
Rannveig Oddsdóttir (Mynd Skapti Hallgrímsson)

Að þessu sinni var keppt í fyrsta sinn í 55 km Ultra vegalengd með 3.000 metra hækkun þar sem meðal annars var farið upp á bæjarfjöllin Súlur og Hlíðarfjall. Fyrst kvenna í mark í þessari vegalengd var Rannveig Oddsdóttir en Þorbergur Ingi Jónsson var fyrstur karla.

Súlur 2021 Þorbergur 8342 Skapti Hallgrímsson
Þorbergur Ingi Jónsson (Mynd Skapti Hallgrímsson)

Elísabet Margeirsdóttir sigraði 28 km hlaupið í kvennaflokki og Halldór Hermann Jónsson í karlaflokki.

Í 18 km hlaupinu var það Gígja Björnsdóttir sem sigraði kvennaflokkinn og í karlaflokki kom Einar Árni Gíslason fyrstur í mark.

Helstu úrslit í Súlum Vertical 2021 eru eftirfarandi:

55 km

1. Þorbergur Ingi Jónsson 05:44:10
2. Davíð Örn Aðalsteinsson 06:53:18
3. Aron Skúlason 07:10:11

1. Rannveig Oddsdóttir 07:19:12
2. Hrafnhildur Georgsdóttir 08:08:54
3. Sigríður Björg Einarsdóttir 08:20:28

28 km

1. Halldór Hermann Jónsson 02:37:41
2. Jörundur Frímann Jónasson 02:41:33
3. Búi Steinn Kárason 03:00:06

1. Elísabet Margeirsdóttir 03:12:02
2. Hjördís Ýr Ólafsdóttir 03:24:18
3. Dalrós Inga Ingadóttir 03:34:32

18 km

1. Einar Árni Gíslason 01:25:26
2. Ásgeir Daði Þórisson 01:33:25
3. Kjartan Sigurðsson 01:33:51

1. Gígja Björnsdóttir 01:40:14
2. Lára Einarsdóttir 01:42:59
3. Sonja Sif Jóhannsdóttir 01:44:38

Myndir: Akureyri.net/Skapti Hallgrímsson og Hörður Geirsson