Þorleifur og Mari í Bakgarðshlaupi meistaranna í Þýskalandi

uppfært 20. maí 2023

Núna um helgina, nánar tiltekið laugardaginn 20. maí er Bakgarðshlaup meistaranna í Rettert í Þýskalandi. Keppendur sigruðu hver um sig í Bakgarðshlaupi í sínu heimalandi og eru nú komnir til að keppa við hvorn annan. Þetta er sennilega annað stærsta Bakgarðshlaup í heimi fyrir utan Big's Backyard (heimsmeistaramótið í bakgarðshlaupum). Það er Gary "Lazarus Lake" Cantrell sem er upphafsmaður Bakgarðshlaupanna, en fyrsta hlaupið var Big Dog's Backyard Ultra sem fram fór á landareign hans í Tennessee.

Þorleifur
Þorleifur með Gary "Lazarus Lake" Cantrell

Fulltrúar Íslands í þessu hlaupi eru Mari Järsk og Þorleifur Þorleifsson, en þau unnu Bakgarðshlaup í október síðastliðnum sem tryggði þeim keppnisrétt í Bakgarðshlaupi meistaranna. Keppni hófst kl. 06:00 á íslenskum tíma í morgun.

Það eru 35 hlauparar skráðir, 14 konur og 21 karl. Margir eru hérna til að reyna að ná lágmarki fyrir Big's Backyard sem eru ca. 60-65 hringir. Þorleifur er nú þegar kominn með miða á Big's Backyard og getur því einbeitt sér að því að bæta sinn árangur.

Marijarsk Og Fylgdarlið
Mari með fylgdarliði og Gary "Lazarus Lake" Cantrell

Nánari upplýsingar um hlaupið má finna á eftirfarandi stöðum:

Efni m.a. fengið af Facebook síðu Sigurjón Ernis (ultraform.is) og Instagram síðu Þorleifs.