uppfært 14. nóvember 2021

Þrátt fyrir erfiðari aðstæður við að taka þátt í erlendum hlaupum en vanalega, hafa íslenskir hlauparar nýtt sér tækifærin sem boðist hafa í erlendum hlaupum. Hlaup.is hefur safnað saman úrslitum Íslendinga í nokkrum hlaupum sem fram fóru í október og nóvember og birt þau undir liðnum Hlaup í útlöndum/Úrslit. Með þessum úrslitum hefur liðurinn Ársbesta uppfærst og við hvetjum alla hlaupara sem tekið hafa þátt í hlaupum erlendis og sjá ekki sín úrslit á hlaup.is að senda upplýsingar um þau á hlaup@hlaup.is.

Ný úrslit á hlaup.is eru frá Gautaborgar maraþoni (hálft maraþon), Rotterdam maraþoni, Amsterdam maraþoni, Barcelona maraþoni, Chicago maraþoni og Boston maraþoni.