uppfært 15. maí 2021

Víðavangshlaup ÍR fór fram á Uppstigningardag þann 13. maí, en hlaupið er um götur Reykjavíkur þrátt fyrir víðavangshlaupanafnið, sem orðið er meira en 100 ára gamalt. Hlaupinu var frestað frá hefðbundinni dagsetningu, sem er Sumardagurinn fyrsti vegna Covid faraldursins og ýmsar ráðstafanir voru gerðar til að tryggja sóttvarnir.

Hlaupið var frá Hörpu út Sæbrautina og til baka aftur í fínum aðstæðum, mjög litlum vindi en svölu hitastigi. Ekki var um hefðbundna ræsingu að ræða þar sem allir voru ræstir í einu, heldur var hlaupurum skipt upp í 7 ráshólf með litakóðuðum keppnisnúmerum þar sem hvert ráshólf var ræst á mismunandi tíma. Í hverju ráshólfi voru síðan 75 hlauparar en samtals voru um 450 hlauparar sem tóku þátt sem er töluvert minna en áður.

Andrea Kolbeinsdóttir VID2021 0207
Andrea Kolbeinsdóttir

Þau mistök voru gerð að Arnari Péturssyni sem sigraði hlaupið var vísuð röng leið að marki þannig að hann hljóp aðeins lengri leið. Mistök þessi höfðu áhrif á Arnar og þau markmið sem hann hafði sett sér. Arnar kom þó engu að síður langfyrstur í mark á tímanum 15:23 og er Íslandsmeistari karla í 5 km götuhlaupi. Eftirlitsmaður og dómari á vegum FRÍ á keppnistað staðfestu úrslitin og að Arnar hafi verið innan brautar. Íslandsmeistari kvenna í 5 km götuhlaupi varð Andrea Kolbeinsdóttir á tímanum 17:16. Á eftir Arnari kom Þórólfur Ingi Þórsson sem bætti sitt eigið Íslandsmet í flokki 40-44 ára um 30 sek þegar hann hljóp á 15:50. Þórólfur er jafnframt fyrsti Íslendingurinn eldri en 44 ára til að hlaupa 5 km undir 16 mínútum. Í öðru sæti kvenna varð Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir frá Akureyri á tímanum 18:04.

Hægt er að skoða önnur úrslit á hlaup.is og einnig myndasafn með myndum af öllum hlaupurunum sem tóku þátt í hlaupinu.

Hér fyrir neðan má sjá vídeó af fyrstu hlaupurum þegar 2,5 km eru búnir af hlaupinu.