Vinningshafi í PRIMO potti í janúar og febrúar

birt 10. apríl 2004

Dregið hefur verið í verðlaunapotti PRIMO og Hlaupasíðunnar. Dregið var 15. febrúar og 15. mars úr þeim aðilum sem verslað höfðu á Hlaupasíðunni, New Balance, Leppin eða Freddy vörur í janúar annarsvegar og febrúar hinsvegar. Vinningshafi febrúar mánaðar er Kristín J. Vigfúsdóttir í Hlaupahópi Fjölnis. Vinningshafi janúar var Karl J. Hirst einnig Hlaupahópi Fjölnis, en bæði fengu þau Freddy stretch/flíspeysu og stóran Leppin vörupakka að verðmæti milli 11 og 12 þúsund krónur.

Karl J. Hirst tekur við verðlaunum fyrir janúar mánuð úr hendi umsjónarmanns Hlaupasíðunnar

Kristín J. Vigfúsdóttir tekur við verðlaunum fyrir janúar mánuð úr hendi umsjónarmanns Hlaupasíðunnar