Arnar Pétursson keppir bæði í maraþoni og hálfmaraþoni í Haustmaraþoninu með 3 klst millibili

uppfært 22. október 2021

Arnar Pétursson ætlar að reyna að vinna tvo Íslandsmeistaratitla á morgun í Haustmaraþoninu með því að taka þátt í maraþoninu sem hefst kl. 8 um morguninn og hlaupa svo hálft maraþon sem hefst kl. 11. Við tókum viðtal við hann þar sem hann sagði okkur frá ástæðu þess að hann ætlar að gera þetta og hvernig hann ætlar að útfæra hlaupin. Einnig sagði hann okkur frá undirbúningnum í þjálfuninni og svo hvað hann gerir varðandi næringu og þjálfun í síðustu vikunni.

Skemmtilegt viðtal við Arnar og hlaup.is óskar honum góðs gengis :-)