Langhlauparar ársins 2023 - Viðtöl við sigurvegara

uppfært 07. febrúar 2024

Hlaup.is tók viðtöl við Baldvin Þór Magnússon og Andreu Kolbeinsdóttir sigurvegarana í kosningu um Langhlaupara ársins 2023. Viðtölin eru hér fyrir neðan og þar segja hlaupararnir frá líðandi ári og hvað er framundan. Fleiri viðtöl birtast síðar.

Hlaup.is ræddi við Baldvin Þór Langhlaupara ársins 2023 rétt eftir að hann setti Íslandsmet í 1500m hlaupi innanhúss og sló þar með 43 ára gamalt met. Baldvin Þór sagði okkur frá næstu hlaupum, markmiðum sínum og hvar hann byggi og æfði.

Hlaup.is ræddi einnig við Andreu Kolbeinsdóttir um nýliðið ár, erfið meiðsli sem hún er óðum að ná sér af og hver markmið hennar væri árið 2024.