birt 20. júlí 2015

Hlaup.is ræddi við nokkra hlaupara sem tóku þátt í Laugavegshlaupinu.

Þorbergur Ingi sigraði Laugavegshlaupið á nýju brautarmeti. Hann segir okkur frá hlaupinu og ýmsu skemmtilegu í tengslum við æfingarnar og framhaldið. 

Amber Ferreira frá USA sigraði kvennaflokkinn. Hún lýsir hlaupaleiðinni og undirbúningi fyrir hlaupið. Einstaklega skemmtileg og hláturmild kona.

Við náðum tali af Hákoni Hjartarsyni fyrir hlaupið og heyrðum hvað hann hafði að segja. 

Margrét Elíasdóttir þjálfari skokkhóps KR og Ásdís Pétursdóttir voru að fara Laugaveginn í fyrsta skipti. 

Við ræddum við tvo Svía sem komu gagngert til Íslands að hlaupa.

Einnig heyrðum við um aðdraganda þess að tvær konur frá USA tóku þátt í hlaupinu.