birt 21. júní 2016

Við tókum nokkur viðtöl eftir Mt. Esja Ultra hlaupið og hér fyrir neðan má sjá árangurinn af því.

Þorbergur Ingi sigraði í 42 km fjallamaraþonhlaupinu á nýju brautarmeti. Hann segir okkur frá planinu í sumar og fleiru.

Kári Steinn Karlsson sigraði í tveggja Esjuferða keppninni.

Eva Skarpaas Einarsdóttir sigraði kvennaflokkinn í tveggja Esjuferða keppninni.

Ágúst Kvaran fór 11 ferðir á Esjuna og sigraði í þeirri keppni. Hann sagði okkur frá ýmsu skemmtilegu, undirbúningnum og hvað hann hyggst fyrir í sumar.

Elísabet Margeirsdóttir er ein af þeim sem skipuleggur hlaupið og hún sagði okkur aðeins frá því. Einnig frá sigurhlaupinu sínu á Kanaríeyjum.