Salomon Hengill Ultra - Viðtöl við hlaupara í nokkrum vegalengdum

uppfært 06. júní 2021

Hlaup.is hitti fullt af hlaupurum áður en hinar ýmsu vegalengdir hófust og tók púlsinn á þeim. Við ræddum við 106 km hlauparana Hauk Þór Lúðvíksson og þær stöllur Rósu Björk, Guðrúnu, Helgu Maríu og Kristjönu Millu, þau Valdísi Beck og Róbert Rúnarsson sem voru að fara í 53 km hlaupið og einnig var rætt við Andreu Kolbeinsdóttur og Felix Sigurðsson sem voru að fara í 26 km hlaupið. Einnig heyrðum við í Friðleifi Friðleifssyni tæknilegum ráðgjafa hlaupsins um hlaupið almennt og Þorberg Inga Jónsson eftir að hann kom í mark í 53 km hlaupinu fyrstur hlaupara og á nýju brautarmeti.