Snæfellsjökulshlaupið - Viðtöl, myndir og vídeó frá hlaupinu

uppfært 27. júní 2021

Hlaup.is fór á Snæfellsnesið og fylgdist með hlaupinu, sem fram fór við mismunandi aðstæður. Sól og blíðu, strekkingsvind með hríð og allt þar á milli. Hlauparar létu það ekki á sig fá og kláruðu hlaupið, þó að tímar væru ekki jafn góðir og undanfarin ár bæði vegna aðstæðna, en einnig vegna þess að stærri hluti af leiðinni en vanalega, var þakinn snjó.

Við tókum viðtal við Hermann Þráinsson, Ólsara með meiru, sem var að hlaupa sitt fyrsta Snæfellsjökulshlaup. Hann sagðist hafa hlaupið "heim" og fannst hlaupið vera frábært. Mari Järsk tók líka þátt, en ekki eru nema 3 vikur síðan hún kláraði 100 mílna hlaup í Hengilshlaupinu.

Við spjölluðum líka aðeins við Sigrúnu Ólafsdóttur og Ingunni Ýr Angantýsdóttur, sem voru að koma að skipulagningu hlaupsins í fyrsta skipti þetta árið, eftir farsælt hlaupahald Fannars og Ránar, sem eru flutt úr bænum og afhenti Sigrúnu og Ingunni keflið.

Að lokum birtum við vídeó af fyrri helming hlaupara, en upptakan er við 11 kílómetrann.

Einnig tókum við fjölda mynda sem þú getur einnig skoðað á hlaup.is.