Víðavangshlaup ÍR - Viðtöl og vídeó

uppfært 18. september 2020

Janus Gertin Grétarsson tók þátt í Víðavangshlaupi ÍR og hljóp á ágætum tíma 18:35. Við heyrðum í honum eftir hlaupið og hann sagði okkur frá sínum undirbúningi í sumar, m.a. Laugavegshlaupinu.

Gerður Rún Guðlaugsdóttir tók þátt í Víðavangshlaupinu og lenti í 6. sæti kvenna á tímanum 20:24. Hún er hefur verið lengi í hlaupunum en tók sér hlé frá hlaupunum um nokkurn tíma. Nú er hún byrjuð að láta sjá sig aftur í keppnishlaupunum með góðum árangri.

Vöggur Clausen Magnússon er 73 ára gamall, en tekur þátt í eins mörgum almenningshlaupum og hann getur með góðum árangri. Hann er búinn að vera lengi að og á að baki yfir 20 maraþon.

Fyrstu hlauparar koma í mark

Hlauparar eftir 1 km

Hlauparar eftir 4 km