Viðtöl og vídeó frá Domino's hlaupinu

uppfært 20. september 2021

Hlaup.is tók nokkur viðtöl við hlauparana sem voru að leggja af stað í heilt maraþon og hálft maraþon í Domino's hlaupinu. Einnig tókúm við vídeó þegar hlauparar voru að leggja af stað, en ræsing var á tímabilinu 08:00-10:00 um morguninn laugardaginn 18. september. Úrslitin í hlaupinu eru hér á hlaup.is, en birt með fyrirvara því eitthvað var um að hlauparar færu út úr braut og einnig vantar nokkrar leiðréttingar á nöfnum vegna flöguruglings.

Við erum einnig með myndir úr hlaupinu hér á hlaup.is.

Fyrst var rætt við Adam Komorowski, en hann er frá Póllandi og býr á Íslandi. Hann sagði okkur aðeins frá því hvernig hann var byrjaður á maraþon undirbúning í fyrra fyrir Reykjavíkurmaraþon 2020 sem síðan var fellt niður og svo aftur núna. Hann var því ánægður með að komast í Domino's hlaupið til að nýta maraþon undirbúningin. Hann sagði okkur líka aðeins frá Zabiegani Reykjavík hlaupahópnum.

Guðrún Harðardóttir var að reyna við sitt fyrsta maraþon og sigraði kvennaflokkinn.

Gísli Helgason var að hlaupa hálft maraþon til að undirbúa sig fyrir maraþon síðar í haust. Hann sagði okkur frá sínum persónulegum bætingum á árinu.

Á eftirfarandi vídeói eru maraþon og hálfmaraþon hlauparar að leggja af stað.