Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir

Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir

Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir er fædd árið 1974, búsett í Reykjavík, gift Pétri Erni Gunnarssyni sjúkraþjálfara og saman eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Hún byrjaði að hlaupa fyrir tilviljun í fjölskyldufríi á Spáni árið 2008. Það ár tók hún fyrst þátt í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoni. Fyrst um sinn áttu götuhlaupin hug hennar allan og einungis var hlaupið á sumrin en árið 2013 þegar fyrsta Laugavegshlaupið var hlaupið í góðum félagsskap hlaupahóps Sigga P. og Torfa jókst áhuginn á utanvegahlaupum mikið. Segja má að hlaupabakterían hafi tekið yfir það ár og síðan þá hefur hún hlaupið í öllum veðrum allt árið um kring.

Hafdís hefur hlaupið fjöldann allan af keppnishlaupum hérlendis og erlendis, um 20 hálf og heil maraþon, 9 ultramaraþon og þar af þrjú 100km hlaup. Hún hleypur ýmist ein, með hlaupavinkonum eða Laugaskokki. Markmiðið er að geta hlaupið til sjötugs eða jafnvel lengur en einnig stefnir hún á að komast á næstu árum inn í TOR hlaupið fræga í Ítölsku ölpunum þar sem leiðin er um 330km með 24.000 metra hækkun.

Þegar hún er ekki að hlaupa vinnur Hafdís að stefnumótun í menntamálum, hjólar, stundar jóga og nýtur samveru fjölskyldunnar.

Pistlar04.01.2020

Nýtt hlaupaár með nýjum markmiðum og áskorunum - Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir

Fátt er dásamlegra en að ljúka hlaupaárinu með gamlárshlaupi í góðra vina hópi. Gamlárshlaup eru nú haldin víðsvegar um landið. Metþátttaka var í Gamlárshlaupi ÍR þegar 2074 voru skráðir til leiks og þar af 1665 í 10 km

Lesa meira
Pistlar10.11.2019

Frá klappstýru til sálfræðings

Það var ekki auðvelt að viðurkenna mistök í æfingaferli síðustu ára, ég hafði gleymt aðalatriðinu, að hvíla. Ég kolféll á prófinu, ekki bara einu sinni heldur ítrekað. Ég tók fjöldamörg æfingatímabil í röð án þess að hví

Lesa meira
Pistlar17.09.2019

Árekstur við raunveruleikann

Ég lenti í hörðum árekstri við raunveruleikann í lok ágúst. Áreksturinn var harkalegur og skyndilegur og að því er virtist án allra aðvarana en þegar ég lít til baka þá voru viðvörunarbjöllurnar búnar að klingja í nokkru

Lesa meira
Pistlar04.07.2019

Lengst inn í fjallasal í ítölsku Dólómítunum

Lavaredo ultra trail er dásamlegt 120km hlaup með 5800m hækkun í Ítölsku Dólómítunum. Hlaupið byrjar og endar í smábænum Cortina en þar eru aðeins tæplega 6000 íbúar. Töluvert fleiri vinna þó við ferðaþjónustu þar á álag

Lesa meira
Pistlar26.06.2019

Mikill vill meira

Hver kannast ekki við þá tilfinningu að hlaup sé allt of fljótt yfirstaðið og það hafi bara alls ekki verið nógu langt? Ég upplifði þessa tilfinningu sterkt í 100km hlaupi í Frakklandi í fyrra. Eftir að hafa hlaupið nok

Lesa meira
Pistlar27.01.2019

100 km fjallahlaup í Hong Kong: Tröppur, apar, villihundar og meiri tröppur

Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir er frábær utanvegahlaupari sem hefur náð flottum árangri undanfarin misseri. Á síðasta ári náði hún þeim merka áfanga að hlaupa meira en 100 ferðir á Esjuna eins og hlaup.is fjallaði á sínum t

Lesa meira