Sigurður P. Sigmundsson

Sigurður P. Sigmundsson

Sigurður Pétur Sigmundsson er einn af okkar bestu langhlaupurum. Hann á Íslandsmetið í maraþoni og hefur unnið til fjölda Íslandsmeistaratitla og unnið önnur afrek á hlaupasviðinu. Sigurður hefur skrifað nokkuð af pistlum og hugleiðingum á hlaup.is.

Sigurður hefur þjálfað hlaupara og skokkhópa til margra ára og þú getur pantað æfingaáætlun hjá Sigurði. Hann sendir þér áætlun til eins til þriggja mánaða og er í sambandi við þig til að fylgjast með framvindu. Hafðu samband við siggip@hlaup.is ef þú vilt fá áætlun.

Sigurður Pétur Sigmundsson hagfræðingur æfði jöfnum höndum fótbolta, handbolta og fjálsar íþróttir til 16 ára aldurs. Sneri sér þá alfarið að æfingum og keppni í lengri hlaupum. Var við nám í Edinborg 1978-1982 og keppti þá með háskólaliðinu svo og með Edinburg Athletic Club í skosku og bresku deildarkeppninni. Varð árið 1982 breskur háskólameistari í 10.000 m hlaupi. Var í landsliði Íslands 1975-1986. Keppnisgreinar voru 3.000 m hindrunarhlaup, 5.000 m og 10.000 m hlaup. Vann til fjölda Íslandsmeistaratitla í lengri hlaupum á þeim árum. Hefur oftast Íslendinga tekið þátt í heimsmeistaramóti í víðavangshlaupi eða í fjögur skipti.

Besti árangur:

  • 800 m 1:59,7 (1979)
  • 1500 m 3:58,47 (1982)
  • 3.000 m 8:37,73 (1979)
  • 5.000 m 14:38,83 (1981)
  • 10.000 m. 30:50,3 (1985)
  • 3.000 m. hindrun 9:15,78 (1979)
  • Hálfmaraþon 1:07:09 (1986)
  • Maraþon 2:19:46 (1985)

Byrjaði snemma að ráðleggja hlaupafélögum um æfingar og útbúa æfingaáætlanir. Sá m.a. um æfingaáætlanir fyrir Reykjavíkurmaraþon í Morgunblaðinu og DV á árunum 1985-1992. Hefur séð um þjálfun nokkurra skokkhópa og fjölda einstaklinga s.l. áratug. Gaf út handbókina Skokkarann 1992 ásamt Gunnari Páli Jóakimssyni. Gaf út og ritstýrði tímaritinu Hlauparanum 1994-1999. Hefur jafnframt haldið utan um afrekaskrá í götuhlaupum og gefið hana út. Var í aðalstjórn FRÍ frá 2002-2005.

Pistlar04.03.2012

Pistill 4: Byrjendur -SPS

Byrjendur ættu að fara rólega af stað. Þegar meta skal hversu mikið hverjum og einum er ráðlegt að gera í upphafi þarf að taka tillit til aldurs, líkamlegs ástands og bakgrunns. Fólk sem komið er á miðjan aldur og er að

Lesa meira
Pistlar04.03.2012

Pistill 2: Þjálfunaraðferðir - SPS

Reynslan sýnir að það eru margar aðferðir til að ná góðum árangri í millivegalengda- og langhlaupum. Margt kemur þar til eins og mismunandi aðstæður eftir heimsálfum og löndum, hefðir og þekking svo eitthvað sé nefnt. Öl

Lesa meira
Pistlar04.01.2010

Samanburður á ársbesta í maraþonhlaupi 2007-2009

Í eftirfarandi töflu má sjá samanburð á árangri karla og kvenna á árunum 2007-2009. Afrek karlanna eru ótrúlega svipuð árin 2008 og 2009 sé litið á fjölda hlaupara undir 3 klst. og meðaltíma. Nokkur framför er frá árinu

Lesa meira
Pistlar28.10.2008

Frábært hjá Sigurbjörgu og Steini

Sigurbjörg Eðvarðsdóttir setti glæsilegt Íslandsmet í 50 ára flokki kvenna í Amsterdam maraþoni þegar hún hljóp á sínum besta tíma, 3:09:08. Árangur hennar er jafnframt besti tími íslenskra kvenna í maraþonhlaupi í ár. E

Lesa meira
Pistlar13.10.2008

Um 200 manns í haustmaraþonum erlendis

Allt útlit er fyrir að hátt í 200 Íslendingar taki þátt í maraþonhlaupum erlendis á þessu hausti sem yrði met. Hugsanlegt er að einhverjir hætti við vegna breytts landslags í fjármálaumhverfi okkar Íslendinga, en ég hygg

Lesa meira
Pistlar04.09.2008

,,Borgum ekki hetjum fyrir að mæta"

Jæja, þá er enn eitt Reykjavíkurmaraþonið að bresta á. Hef ekki verið með síðan árið 2000 en nú ætla ég að hlaupa hálft maraþon með konunni minni. Nú hlaupa víst allir í boði Íslandsbanka eða hvað. Vona að allir skemmti

Lesa meira
Pistlar25.08.2008

Að loknu Reykjavíkurmaraþoni

Þá er 25. Reykjavíkurmaraþoninu lokið með metþátttöku. Ég fylgdist með þátttakendum í hálfmaraþoni og maraþoni, fyrst hjá Kirkjusandi, síðan í Fossvoginum og loks á Seltjarnarnesi. Þegar maður maður gefur sér tíma og hor

Lesa meira
Pistlar22.08.2008

Rangfærslur um tilurð Reykjavíkurmaraþons

Var að fá afmælisblað RM í hendurnar. Þar er m.a. viðtal við Knút Óskarsson, sem verið hefur formaður RM frá upphafi. Enn og aftur eignar hann sér tilurð hlaupsins og gerir hlut frjálsíþróttahreyfingarinnar lítinn sem en

Lesa meira
Pistlar20.08.2008

Spennan magnast fyrir RM

Á laugardaginn kemur fer fram 25. Reykjavíkurmaraþonið. Þó svo ég taki ekki þátt í því núna hef ég aldrei verið jafn spenntur. Aldrei fyrr hef ég haft með undirbúning jafn margra að gera og nú, en ég hef verið að leiðbei

Lesa meira