uppfært 08. febrúar 2024

Hlaup.is ræddi við fulltrúa þeirra hlaupa sem urðu fyrir valinu sem Götuhlaup ársins 2023, Flóahlaupið og Utanvegahlaup ársins 2023, Hólmsheiðarhlaup Ultraform og Fram.

Fyrst heyrðum við í fulltrúa Hólmsheiðarhlaups UltraForm og Fram, Sigurjón Erni Sturlusyni og þar á eftir í fulltrúa Flóahlaupsins, Jóni M. Ívarssyni.

Niðurstaða í einkunnagjöfinni fyrir þrjú efstu hlaupin í götuhlaupaflokki og utanvegaflokki eru hér fyrir neðan:

Götuhlaup ársins 2023
RöðNafnEinkunn
1Flóahlaupið4,82
2Fossvogshlaup Hleðslu4,76
3Akureyrarhlaupið4,68

(*) Smelltu á linkinn til að sjá sundurliðun einkunnar

Utanvegahlaup ársins 2023
RöðNafnEinkunn
1Hólmsheiðarhlaup UltraForm og Fram4,77
2Súlur Vertical4,76
3Snæfellsjökulshlaupið4,74

(*) Smelltu á linkinn til að sjá sundurliðun einkunnar

Sigurjón Ernir Sturluson, fulltrúi Hólmsheiðarhlaups UltraForm og Fram, sagði okkur meðal annars frá nýjungum í Hólmsheiðarhlaupinu og ýmsu öðru í tengslum við hlaupið. Skráðu þig í Hólmsheiðarhlaup Ultraform og Fram. 

Jón M. Ívarsson, fulltrúi Flóahlaupsins, sagði okkur skemmtilega sögu Flóahlaupsins og af hverju hlaupið hefur verið kallað Kökuhlaupið. Jón sagði okkur líka að allir bestu langhlauparar landsins hefðu keppt í Flóahlaupinu á þeim 45 árum sem hlaupið hefur verið haldið. Skráðu þig í Flóahlaupið hér á hlaup.is.

Hlaup.is þakkar stuðningsaðilum sem gáfu verðlaun, Sportís, Íslandsbanka og Icelandair.

Langhlaupari Ársins 2023 Öll Logo