Þátttökugjald

  • Volcano Trail 12 km12.900 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir12 km
  • Dagsetning12. september 2020
Sjá úrslit

Sjáðu eldri skráningar frá gamla hlaup.is til viðbótar þær skráningar sem þú sérð hér fyrir ofan.

Laugardaginn 12. september fer Volcano Trail Run sem haldið er í sjöunda sinn árið 2020.  Hlaupið er opið öllu áhugafólki um utanvega- og fjallahlaup. Hlaupið fer fram í Þórsmörk

Tímasetning og staður

Ræsing 12. september 2020 kl 13:00 við skála Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk. Hlaupið endar á sama stað.

Vegalengd

12 km hlaup.

Hlaupaleið

Hlaupin er svokallaður Tindfjallahringur, 12 km leið. Hlaupið hefst við skála Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk og hlaupið er inn Húsadalinn áleiðis upp Laugaveginn. . Þegar komið er upp úr Húsadal er beygt af leið til hægri í áttina að Langadal og farið af stígnum upp á Slyppugilshrygg og meðfram honum þar til stígurinn liggur niður í Slyppugilið. Þá er beygt til vinstri áleiðis að Tindfjallasléttu og svo niður Stangarháls að Stóraenda. Þaðan er hlaupið eftir Krossáraurum að Langadal og stefnan tekin upp Valahnúk (275 m hækkun) og niður aftur að vestanverðu að endamarki í Húsadal.

Hér má sjá leiðina á korti.

Skráning og þátttökugjöld

Skráning í hlaupið er hafin á hlaup.is og eru þátttökugjöld sem hér segir:

  • Skráningar frá 1. apríl - 30.júní: kr. 7.900
  • Skráningar frá 1. júlí - 10. september: kr. 8.900
  • Skráningar frá 11. september - 12. september: kr. 12.900

Lokað verður fyrir netskráningu kl. 21:00 föstudaginn 11. september, en skráning á staðnum er möguleg til kl. 12:00 þann 12. september.

Innifalið í þátttökugjaldi er aðgangur að sturtum, gufubaði og baðlaug eftir hlaupið en einnig er hægt að bóka gistingu í Húsadal hér á vefsíðu hlaupsins.

Athugið að hámarksfjöldi í hlaupið fyrir árið 2020 er 350 manns.

Afhending hlaupagagna

Afhending hlaupagagna fer fram fimmtudaginn 10. september, kl. 17-19, að Smiðshöfða 21. Einnig í Húsadal frá kl. 11-12:30 á hlaupadag (12. september).

Verðlaun

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sæti karla og kvenna. Í ár var ákveðið að sleppa verðlaunapeningum fyrir þátttöku í stað þeirra að verja fjár til uppbyggingar á göngu- og hlaupastígum í Þórsmörk. Fjöldi útdráttarvinninga verða einnig í lok hlaups.

Endurgreiðsla

Endurgreiddur er hluti þátttökugjalds vegna forfalla ef óskað er eftir því sem hér segir:

Fyrir 1. júlí: 50% endurgreiðsla

Ósk um endurgreiðslu þarf að berast á netfangið volcanohuts@volcanohuts.com. Gefa þarf upp fullt nafn, kennitölu, upplýsingar um bankareikning og símanúmer, auk rafrænnar greiðslukvittunar sem berst á þitt netfang við skráningu.

Aðrar upplýsingar

Brautarverðir verða á völdum stöðum á leiðinni. Stígur er greinilegur mestan hluta leiðarinnar og með stikum. Engar drykkjastöðvar verða en vatn rennur í lækjum hér og þar meðfram leiðinni þar sem hægt er að fylla á brúsa.

Frekari upplýsingar eru á heimasíðu hlaupsins þar sem meðal annars er hægt að bóka mat og rútuferðir.

Ábyrgð

Hlaupið er á vegum Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk sem hefur haldið Volcano Trail Run í nokkur ár á svæðinu. Hlaupastjórar í ár eru Hlynur Guðmundsson (s. 892-7877) og Þórdís Wathne (s. 897-1983) sem jafnframt taka við ábendingum og spurningum er varða hlaupið á hlaupar@hlaupar.is.

Skilmálar

Við Skráningu í Volcano Trail Run samþykkir þátttakandi skilmála hlaupsins.

Skráður þátttakandi eru ábyrgur fyrir gögnum sem honum eru afhent vegna hlaupsins (ss. hlaupanúmer). Óheimilt er að láta þriðja aðila fá þau gögn. Það er ekki hægt að breyta skráningu á einu nafni yfir í annað, færa skráningu yfir á annað hlaup eða annað ár.