Arnar Pétursson í ítarlegu viðtali: Hefur ekki gert upp á milli vegalengda

birt 18. mars 2015

Arnar hóf ekki að æfa hlaup af krafti fyrr en árið 2012.Arnar Pétursson er einn allra efnilegasti hlaupari okkar Íslendinga, þrátt fyrir að hafa ekki æft hlaup af alvöru nema í þrjú ár. Þessi 23 ára Kópavogsbúi kom eins og stormsveipur inn í íslenska hlaupasenu árið 2009 þegar hann hafnaði í öðru sæti íslenskra keppenda í Reykjavíkurmaraþoninu á tímanum 2:55:52, þá aðeins 18 ára að aldri. Við ræddum ítarlega við Arnar um hlaupin, framtíðina og óvenjulega leið hans inn í afreksheim íslenskra frjálsíþrótta.Ýmislegt framundan á árinuFramundan hjá Arnari eru ýmis spennandi verkefni, bæði hér heima og erlendis. "Ég stefni á að bæta mig mikið í 1500-10.000m í sumar en með aðaláherslu á 3000m hindrunarhlaup. Helstu mótin framundan eru Smáþjóðaleikarnir og Evrópubikarkeppni landsliða í Búlgaríu þar sem Ísland keppir í fyrsta skipti í 2. deild," segir Arnar fullur tilhlökkunar.Spurður um framtíðina og hvaða vegalengd hann hyggist leggja áherslu á svarar Arnar að það liggi ekki alveg ljóst fyrir. Allt sé opið í þeim efnum og í raun sé skemmtilegast að hlaupa þá vegalengd sem gangi vel í það og það skiptið.

Hefur ekki enn gert upp á milli vegalengda
„Það hef ég upplifað í hálfu maraþoni, 10 km hlaupi, 3000m hindrunarhlaupi og 1500m hlaupi þannig að enn sem komið er hef ég ekki gert upp á milli vegalengda. Í augnablikinu er ég Íslandsmeistari í 1500m hlaupi og maraþoni þannig að ég hugsa að vegalengdin sem ég mun einbeita mér að í framtíðinni liggi einhversstaðar á þessu bili," svarar Arnar um áætlanir sínar til framtíðar.

Eins og áður segir hafnaði Arnar í öðru sæti Íslendinga í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2009. Þar með upphófst ansi hreint merkileg atburðarrás sem leiddi Arnar í fremstu röð millivegalengdar- og langhlaupara hér á landi.Hljóp, drakk, gekk og borðaði til skiptisÓhætt er að segja að hlaupið sjálft árið 2009 og undirbúningurinn hafi verið ansi sérstakur. "Ég ákvað að taka þátt með u.þ.b. þriggja vikna fyrirvara, aðallega út af því mig langaði að krossa við maraþonið á listanum," segir Arnar og bætir við að fjölskyldu hans hafi ekki litist á blikuna og tekið af honum loforð um að stoppa á öllum drykkjarstöðvum og þegar bananar voru gefnir átti Arnar að hægja ferðina og ganga meðan hann kláraði bananann.Arnar t.v. með Kára Steini Karlssyni og Gunnari Páli Jóakimssyni, þjálfara á HM í hálfmaraþoni í Köben vorið 2014.

Arnar kemur í loftköstum í mark í 10 km hlaupi."Fyrirfram vissi ég svosem ekkert við hverju ég átti að búast, hvaða tempói ég átti að hlaupa á eða hve hlaupið raunverulega var langt. Þannig að ég fór bara af stað nokkuð blátt áfram á tempói sem mér fannst ég ráða vel við og ætlaði að sjá hvort ég myndi ekki hitta á einhverja grúppu til að fylgja. Ég sá þá einn hlaupara sem mér leist helvíti vel á, enda vel búinn, með orkugel um sig allan. Ég ákvað að reyna að halda í við hann. Það gekk vel meira og minna allt hlaupið en ekki áfallalaust," segir Arnar.Óvenjuleg taktík - 2:55:52En það átti eftir að ganga á ýmsu í þessu fyrsta maraþoni Arnars. "Eftir 10 kílómetra losnaði reim hjá mér og í reynsluleysi mínu og af ótta við að missa af grúppunni tók ég u.þ.b. 400m sprett til að ná hópnum aftur í stað þess að nálgast þá hægt og rólega. Þetta var reyndar þema hlaupsins því á öllum vatnsstöðum fór ég hægt yfir og spretti svo alltaf til að ná hópnum aftur og enn meira þegar ég labbaði til að borða bananann eins og mér hafði verið skipað," segir Arnar um hið viðburðarríka maraþon.Þrátt fyrir hlaup sem einkenndist af ansi miklu reynsluleysi og unggæðingshætti hljóp Arnar á frábærum tíma, 2:55:52.

Í baráttu um sæti í landsliðshóp U-20 í körfubolta - Endaði á að vinna Reykjavíkurmaraþonið
Árangurinn vakti ansi mikla athygli í hlaupaheiminum og Arnar viðurkennir að hafa fengið ráðleggingar úr ýmsum áttum um að nú ætti hann að leggja hlaupin fyrir sig. En körfuboltinn togaði og var efst í huga Arnars næstu tvö árin. Frá unga aldri lagði Arnar stund á körfubolta auk þess að stunda fótbolta lengi vel og fimleika þar áður, bakgrunnur sem hann segir góðan fyrir afreksmann á hlaupabrautinni. Sumarið 2011 var Arnar í baráttu um sæti í landsliðshópi leikmanna U-20 ára sem var á leið á Evrópumót í Bosníu.

Arnar hlaut ekki náð fyrir augum þjálfarans. Þar með opnaðist gluggi til að taka alvöru æfingatímabil  fyrir Reykjavíkurmaraþonið það ár. Það er skemmst frá því að segja að Arnar lagðist ekki í neitt volæði eða sjálfsvorkun.Misskildi æfingaáætlunina„Þar með var það ákveðið, fyrst ég færi ekki til Bosníu þá myndi ég æfa fyrir maraþonið. Daginn eftir hafði ég samband við Bigga frænda (Birgir Sævarsson) sem ég vissi að hefði mikla reynslu úr hlaupunum og bað hann um að gera æfingaáætlun fyrir mig. Hann gerði það og lét mig fá m.a fá hlaupaskó sem ég gæti notað. Fyrirfram vissi ég að það væri ekkert grín að æfa fyrir maraþon en ég var vanur að æfa í 3-4 klukkustundir á degi hverjum í körfuboltanum, því áleit ég mig ágætlega undirbúinn fyrir slík átök," segir Arnar. Þrátt fyrir að eyða miklum tíma í æfingar er Arnar að útskrifast úr hagfræði og stefnir á frekara háskólanám.

"Þarna hafði ég aldrei séð hvernig æfingaáætlun leit út og kunni í rauninni ekki að lesa almennilega út úr fyrirmælunum. Ég leit svo á að ef æfing dagsins hljóðaði upp á 12 km með 10*400m sprettum þá hlyti það að þýða að 10*400m=4 km og 3*4 km eru 12 km, einfalt," útskýrir Arnar sem því tók þrjár æfingar yfir daginn, þ.e. þrisvar sinnum tíu 400m spretti yfir sama daginn.

Hraðaspurningar með Arnari Péturssyni:Besti æfingafélaginn? Sá sem gerir æfinguna léttari fyrir þigHlaupaskór? Asics Nimbus eru skór sem allir hlauparar ættu að eiga. Sunnudagstúrinn er alltaf tekinn á Nimbus.Uppáhaldshlaup? Víðavangshlaup eru skemmtilegust. Gullspretturinn er þar í sérflokki.Hlaup sem þig dreymir um að taka þátt í? Ekkert sérstakt í augnablikinu, en ef þú setur „á Ólympíuleikunum" fyrir aftan vegalengdina þá er ég alveg til.Ertu hjátrúafullur fyrir hlaup? Nei en finnst mikilvægt að hafa allt dótið klárt löngu fyrir hlaup svo þú getir gengið að því vísu en þurfir ekki að leita eða eyða tíma í að taka þig til.Besta við hlaupin? Að þú uppskerð eins og þú sáir.Versta við hlaupin? There are no shortcuts, only short shorts.Eftir tíu ár verður Arnar Pétursson..? Í Asíu, nýbúinn að gefa út matreiðslubók, að klára söngnámið.

Lúinn eftir að hafa æft þrisvar sinnum meira en ráð var fyrir gert
„Þetta varð til þess að ég tók æfingu um morguninn, í hádeginu og um kvöldið. Þetta gekk svona fyrstu vikurnar og ég var aðeins farinn að missa móðinn þegar ég hitti Bigga aftur til að ræða aðeins um hvernig þetta væri allt saman að ganga. Ég viðurkenni að mér var virkilega létt þegar hann útskýrði fyrir mér hvernig þetta virkar með upphitun + æfing + niðurskokk = 12 km," útskýrir Arnar léttur í bragði. Þess má geta að þrátt fyrir þessa takmörkuðu þekkingu á hlaupaáætlunum og innihaldi þeirra sigraði Arnar í Reykjarvíkurmaraþoninu umrætt ár (2011) á 2:44:15, án þess í raun að æfa hlaup af fullum krafti.

Eins og áður hefur komið fram er Arnar ungur að árum, fæddur 1991. Sem metnaðarfullur áhugamaður í greininni eyðir hann ómældum tíma í æfingar og keppni auk þess að lifa öguðum lífsstíl eins og afreksmanni sæmir.Auðvelt að viðhalda hungrinuAðspurður hvort erfitt sé að halda sér hungruðum svarar Arnar því neitandi. Eitt það besta við hlaupin sé að alltaf séu vegalengdir sem hægt sé að bæta sig í, þannig hafi honum reynst auðvelt að viðhalda hungrinu hingað til.

Nú berst talið að því hvernig hlaupari Arnar sé, hvar hans styrkleikar og veikleikar liggi. „Ég held að minn helsti styrkleiki sé hausinn á mér og þá helst hvað ég á auðvelt með hafa gaman af hlaupunum. Ég held að það hjálpi mér mikið að hafa prófað hinar ýmsu greinar áður en ég tók hlaupin alveg fyrir. Helsti veikleikin er líklega hraðaúthaldið en ég vann markvisst að því að bæta það á nýafstöðnu innanhústímabili," viðurkennir Arnar.

Útskrifast úr hagfræði og stefnir á frekara nám
Arnar hefur í nógu að snúast fyrir utan hlaupin og hefur ekki látið æfingar og keppni koma í veg fyrir að hann sé að útskrifast með BA gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands í vor. Í framhaldinu hyggst Arnar fara í meistaranám í reikningsskilum og endurskoðun við sama skóla. En þrátt fyrir annir í námi er engan bilbug að finna á þessum kraftmikla Kópavogsbúa sem sér sjálfan sig halda áfram sem afrekshlaupari um ókomin ár. „Ég sé mig algjörlega halda áfram á sömu braut og ég er á núna. Það áhugaverða við hlaupin er að maður getur verið að toppa alveg framundir fertugt jafnvel lengur. Það er kannski gott að ég hef gaman af því að hlaupa maraþon því það að verða góður langhlaupari er maraþon í sjálfu sér," segir þesso magnaði íþróttamaður að lokum.