Hlaupaárið 2014: Gunnar Páll Jóakimsson rifjar upp

birt 05. janúar 2015

Gunnar Páll með lærisveini sínum, Kára Steini Karlssyni.Gunnar Páll Jóakimsson kemur að þjálfun margra bestu hlaupara landsins. Þrátt fyrir miklar annir gaf Gunnar sér tíma til að rifja upp hlaupaárið 2014 en hann er staddur í æfingabúðum í Suður Afríku með íslensku frjálsíþróttafólki. Hlaupaárið 2014: Hvað stóð uppúr?Að mínu mati stendur upp úr að enn eitt árið sé sókn á öllum vígstöðum í almenningshlaupum, þ.e. í starfi skokkhópanna og þátttöku í götu og utanvegahlaupum.Okkar öflugustu hlauparar stóðu undir væntingum að mínu mati og gaman að náðist að senda karla og kvennalið til þátttöku í Heimsmeistaramóti í hálfmaraþonhlaupi.

Hvaða afrek hjá íslenskum hlaupurum stóðu upp úr árinu?
Íslandsmet Kára Steins í hálfmaraþonhlaupi er vonandi bara fyrsta skrefið í hann komi öflugur inn í undirbúning fyrir næstu Ólympíuleika. Án þess að nefna nein nöfn tel ég að við séum með mjög efnilega unglinga sem geta náð langt á allra næstu árum.

Hvernig fannst þér íslenska hlaupaárið, erum við á réttri leið?
Ég fæ mikið af fyrirspurnum um æfingar fyrir 12-15 ára unglinga og það verður að viðurkenna að það er ekki nógu öflugt starf í boði fyrir aldurinn 12-18 ára. Við þurfum að gera mun betur í þessum flokkum og einnig auka þátttöku í flokkum 17 til 25 ára í almenningshlaupum.

Hvaða væntingar hefur þú til hlaupaársins 2015?
Eins og ég sagði að ofan þá bind ég miklar vonir við efnilega unglinga sem mér sýnist geta náð langt. En það er líka mikilvægt að okkar sterkustu hlauparar haldi áfram að bæta sig og dragi vagninn. Ég vonast eftir Íslandsmeti hjá Kára Steini í hálfmaraþonhlaupi og maraþonhlaupi á árinu 2015.

Sjá einnig:
Arndís Ýr Hafþórsdóttir rifjar upp hlaupaárið 2014
Stefán Gíslason rifjar upp hlaupaárið 2014
Arnar Pétursson rifjar upp hlaupaárið 2014