Siggi P: Af hverju gilda ekki milli- og þríþrautartímar?

birt 09. september 2014
Uppfylla þarf ýmis skilyrði svo tími gildi inná afrekaskrá.Nú þegar hlaup.is hefur nýlega uppfært og birta bestu tíma ársins í maraþoni og hálfmaraþoni er við hæfi að staldra aðeins við örfáar spurningar sem reglulega berast hlaup.is og koma eflaust margoft upp í samtölum hlaupara."Telur ekki millitími í maraþoni til ársbesta í hálfmaraþoni?" er dæmi um spurningu sem margir velta fyrir sér.Önnur spurning sem brennur m.a. á þriþrautarköppum er hvort tímar í hlaupahlutanum geti ekki talið inn á afrekskrá. Stutta svarið við báðum spurningum er nei.

Ýmsum skilyrðum þarf að vera fullnægt
Við höfðum samband við Sigurð P. Sigmundsson, hlaupaþjálfara og báðum hann að skýra málið. "Í frjálsíþróttum gilda aðrar reglur en í sundi þar sem oft hafa verið sett Íslandsmet í 800 m skriði innan 1.500 m. Millitímar í götuhlaupum hafa því aldrei farið inn á afrekaskrá. Til skamms tíma var það ekki hægt vegna reglna um tímatöku og væntanlega er RM eina hlaupið á Íslandi sem hefur boðið upp á tímatöku (mottur) í miðju hlaupi," útskýrir Siggi P.

Spurður um hlaupatíma í þríþraut stendur ekki á svörunum. "Þríþraut er keppnisgrein sem samanstendur af þremur greinum. Ekkert sérstakt ræs er í götuhlaupshlutanum sem er skilyrði til að um sjálfstætt hlaup/keppni sé að ræða. Eins eru gerðar kröfur um að götuhlaup séu sérstaklega auglýst sem keppnisgrein (ekki hluti af annarri grein) og um framkvæmdina gilda ákveðnar reglur til að árangur teljist löglegur og þar með tækur á afreksskrá."