Viðtal við Sigurjón Erni vegna Hólmsheiðarhlaups UltraForm og Fram

uppfært 19. júní 2022

Hólmsheiðarhlaup UltraForm og Fram fer fram fimmtudaginn 30. júní og verður boðið upp á 10 km og 22 km utanvegahlaup. Ræst verður í báðar vegalengdir frá UltraForm (Kirkjustétt 2-6) kl. 17:45 og kl. 18:00. Frábært að hlaupa inn í kvöldið hér í Reykjavík á einum bjartasta tíma ársins.

10 km jafnt sem 22 km leiðin er hlaupin um Hólmsheiðina þar sem farið er í gegnum Paradísarhringinn og svo yfir Hólmsheiðina og endar 10 km leiðin á því að fara kringum Reynisvatn áður en haldið er í markið hjá Fram. 22 km hlaupið fer sömu leið en heldur áfram í átt að Úlfarsfelli og tekur þar tvo hringi áður en hlaupið er niður að Fram heimilinu þar sem markið er staðsett á nýja fótboltavellinum hjá Fram. 22 km leiðin gefur 1 ITRA punkt.

Nánari upplýsingar og skráning hér á hlaup.is.

Við tókum viðtal við Sigurjón Erni sem sér um skipulagninguna á hlaupinu:


Allir keppendur frá gjafapakka frá Bætiefnabúllunni og UltraForm við afhendingu gagna í Sportvörum. Að auki eru glæsileg verðlaun í bæði í 10 km og 22 km karla og kvenna fyrir efstu 3 sætin jafnt sem glæsileg útdráttarverðlaun.

Verðlaun

Fjöldi verðlauna verða í boði bæði fyrir sigurvegara og einnig verða glæsileg útdráttarverðlaun.


Verðlaun í 10 og 22 km fyrir topp 3 sæti karla og kvenna

  • 1. sæti 20.000 kr gjafabréf í Sportvörur, gjafabréf í brunch fyrir 2 í Spírunni, bætiefni frá KeyNatura ásamt veglegjum gjafapoka frá Dave & Jon's með döðlum og baunasnakki.
  • 2. sæti 15.000 kr gjafabréf gjafabréf í Sportvörur, bætiefni frá KeyNatura ásamt veglegjum gjafapoka frá  Dave & Jon's með döðlum og baunasnakki.
  • 3. sæti 10.000 kr gjafabréf í Sportvörur, bætiefni frá KeyNatura ásamt veglegjum gjafapoka frá  Dave & Jon's með döðlum og baunasnakki.

Forskráningarverðlaun

Vilt þú vinna gjafabakka að verðmæti 60.000 kr ? Allir sem skrá sig fyrir miðnætti mánudaginn 20. júní eiga möguleika á að vinna sér inn þennan gæsilega vinning sem sjá má myndinni hér að neðan, en 5 heppnir fá slíkan pakka og einn heppinn fær hlaupaúr frá Garmin búðinni.

Hólmsheiðarhlaup Gjafapakki Fyrir 5 Heppna
Gjafapakki fyrir þá sem skrá sig fyrir miðnætti 20. júní

Pakkinn inniheldur:

  • Bætiefni frá Bætiefnabúllunni
  • Hlaupajakka frá Sportvörum
  • Mánaðarpassa í UltraForm
  • Hleðslu
  • Sólglerugu frá GG Sport (Bliz)
  • Unbroken

Útdráttarverðlaun

Útdráttarverðlaun eru mjög vegleg í ár en þar má nefna: 2x30.000 kr gjafabréf í Sportvörum, 2xSólglerugu frá GG Sport, Terranova vítamín pakki frá Heilsu, 2x þráðlaus Aftershokz heyrnatól frá Bei Import, gjafapokar frá Dave&Jon's með döðlum og baunasnakki, 3 gjafabréf í brunch frá Spírunni, 2x fjórhjólaferð fyrir 2 hjá Safari Hjól ehf, Unbroken, bætiefni frá KeyNatura, 4x frambox hjá Vaxa og fleiri.

Þú getur líka fylgst með hlaupinu á Facebook og á vef hlaupsins.