Yfirheyrsla: Aðalheiður Ásgeirsdóttir úr Skokkhópi Hamars

birt 28. maí 2014

Aðalheiður var valin hlaupari ársin hjá Skokkhópi Hamars á sínum tíma

Aðalheiður Ásgeirsdóttur, 51 árs hlaupari úr Skokkhópi Hamars er næst til að svara „hraðaspurningum" hér á hlaup.is. Aðalheiður er Hvergerðingur í húð og hár sem leggur mikla rækt við líkama og sál, s.s. með hlaupum, göngum, skíðaiðkun, pilatesæfingum og samveru með fjölskyldunni.

Aðalheiður sem starfar sem læknaritari fær greinilega mikið út úr útiveru og tengslum við landið því fyrir ári síðan öðlaðist hún réttindi sem landvörður og starfaði sem slíkur síðastliðlið sumar. Kynnumst þessum flotta hlaupara nánar.

Full nafn: Aðalheiður Ásgeirsdóttir

Aldur: 51 árs

Heimabær: Hveragerði

Fjölskylda: Maðurinn minn heitir Kristinn Grétar Harðarson og er kerfisstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Við eigum þrjú börn og eitt barnabarn. Þau eru Magnús Freyr fæddur 1980, Hugi fæddur 1991 og Kristín Munda fædd 1994, svo er það barnabarnið Patrekur Loki Magnússon fæddur 2011.

Skokkhópur? Hamar Hveragerði

Hvenær byrjaðiru að hlaupa? Ég byrjaði að hlaupa með Skokkhópi Hamars árið 2009, hafði áður skokkað stuttar vegalengdir 5-7 km í nokkur ár.

Uppáhalds vegalengd sem þú hleypur? Hálfmaraþon

Hvar er skemmtilegast að hlaupa? Í Reykjadalnum fyrir ofan Hveragerði.

Hvenær sólarhrings er best að hlaupa? Um miðjan dag.

Besti hlaupafélaginn? Ætli það sé ekki María Kristjánsdóttir, við hlupum Laugarveginn saman hérna um árið sem var mjög gaman.

Uppáhalds hlaupafatnaður? Nike.

Hvernig hlaupaskó áttu? Brooks, Ascis og New Balance.

Hvað er ómissandi á hlaupaæfingu? Vatnið og hlaupaúrið.

Uppáhaldshlaup innan- og utanlands?  Hamarshlaupið af því að landslagið er svo fjölbreytt og fallegt, hef ekki ennþá keppt í hlaupi erlendis.

Uppáhaldsbúnaður tengdur hlaupum? Drykkjarbeltið.

Hlaup sem þig dreymir um að taka þátt í? Barðsneshlaupið, stefni á að taka þátt í því á þessu ári.

Hvað finnst þér best að borða kvöldið og morguninnn fyrir keppnishlaup? Um kvöldið finnst mér gott að borða hrísgrjónagraut með rúsínum og ýmsum ávöxtum í en á morgnana fæ ég mér lýsi og Cheerios með mjólk, síðan kaffi og ristað brauð með osti og marmelaði.

Hleypur þú með tónlist í eyrunum? Aldrei.

Uppáhaldsorkudrykkur? Drekk ekki orkudrykki en fæ mér orkugel sem ég kaupi í Afreksvörum.

Besti matur eftir keppnishlaup? Eitthvað létt eins og kjúklingur og pasta, svo er toppurinn að fá sér kaffi og súkkúlaði á eftir.


Alsæl eftir Brúarhlaup í fyrrasumar.

Hvernig slakar þú á? Með því að liggja á bakinu í þögninni og hlusta á andardrátt minn, svo slaka ég líka mjög vel á þegar ég syndi, það er mín slökun eftir hlaup.

Mesta afrek á hlaupabrautinni? Laugavegurinn.

Á hvaða árstíma er skemmtilegast að hlaupa? Vor og sumar.

Bestu tímar í 5 km/10 Km/hálfmaraþoni/maraþoni? Ég veit ekki með 5 km en 10 km eru það sennilega 51.3 mín. og hálfmaraþon 1.51 klst.

Hleypur þú eftir æfingaáætlun? Stundum en yfirleitt  hleyp ég eins og þjálfarinn minn Pétur Frantzson segir mér að gera.


Barðsneshlaup er draumahlaup Aðalheiðar.

Hvar hleypur þú helst? Í og kringum Hveragerði.

Lýstu þér sem hlaupara í einni setningu? Get það ekki, spurðu Pétur.

Hvað hleypur þú mikið í hverri viku? Yfirleitt 3-4 sinnum í viku ca 60-80 mínútúr, mjög oft í kringum 10 km.

Stundar þú aðra líkamsrækt en hlaup? Sund og Pilates, tek reglulega Pilatesnámskeið hjá Heiðrúnu Halldórsdóttur, besta pilateskennara á landinu.

Eru sprettir eða interval æfingar í þinni æfingaáætlun? Já.

Hver eru markmið þín til lengri og skemmri tíma þegar kemur að hlaupum? Að hlaupa í hófi og mér til heilsubótar.

Áttu þér fyrirmynd þegar kemur að hlaupum? Já nokkrar, t.d. vinkonu mína Brynhildi Sigurðardóttur sem er  hlaupari frá Neskaupsstað.

Skoðar þú hlaup.is reglulega? Já það má segja það.

Ertu með hugmyndir til að bæta hlaup.is? Nei engar sérstakar, mér finnst hún bara mjög góð þessi síða.

Áttu einhverja skemmtilega sögu sem tengist hlaupunum? Það eru margar skemmtilegar ferðir sem ég hef farið í með félögum mínum í Skokkhópi Hamars og má þar helst nefna ferðina sem við fórum saman í þegar við tókum þátt í Jökulsárhlaupinu, held að það hafi verið árið 2011.  Við vorum tvær eða þrjár nætur á tjaldstæðinu í Ásbyrgi og tókum hlaupaæfingu daginn fyrir hlaupið í rosalega skemmtilegu og fallegu umhverfi og fórum síðan í sundlaugina Lundi sem er í nágrenni við Ásbyrgi.  Eftir hlaupið grilluðum við góðan mat og fengum skemmtilega hlaupara í heimsókn, svo fórum í gönguferð og skemmtum okkur um kvöldið. Við vorum líka nokkur sem gistum á tjaldstæðinu á Húsavík, við skoðuðum bæinn og fórum m.a. á veitingahús og bar niður við höfnina þar sem allt iðaði af lífi og fjöri. Þessi ferð var alveg sérstaklega skemmtileg og eftirminnileg.