Andrea Kolbeinsdóttir og Baldvin Þór Magnússon eru langhlauparar ársins 2023

uppfært 04. febrúar 2024

Andrea Kolbeinsdóttir og Baldvin Þór Magnússon eru langhlauparar ársins 2023 mati hlaupara og lesenda hlaup.is. Verðlaunin voru afhent í fimmtánda skiptið í dag sunnudaginn, 4. febrúar. Í öðru sæti höfnuðu Halldóra Huld Ingvarsdóttir og Sigurjón Ernir Sturluson. Í þriðja sæti lentu Snorri Björnsson og Anna Berglind Pálmadóttir.

Verðlaun fyrir 1. sætið voru HOKA hlaupaskór frá Sportís ásamt 25 þús kr. gjafabréfi frá Icelandair. Verðlaun fyrir 2. sætið voru gjafabréf frá Íslandsbanka upp á 25 þús kr. og 15 þús kr. gjafabréf í Sportís. Verðlaun fyrir 3. sætið var gjafabréf frá Sportís upp á 20 þús kr.

Að auki var dregið úr lista þeirra sem kusu og fóru útdráttarverðlaunin til Helga Barðasonar á Akureyri. Hann fær HOKA skó frá Sportís senda til sín.

Langhlaupari Ársins 2023 Baldvin Þór Magnússon 7T4A1079
Baldvin Þór Magnússon

Langhlaupari Ársins 2023 Andrea Kolbeinsdóttir 7T4A0969
Andrea Kolbeinsdóttir

Andrea Kolbeinsdóttir hlýtur þennan titil í þriðja skiptið í röð og Baldvin Þór Magnússon hlýtur þennan titil í fyrsta skiptið.

Kosið var á milli sjö hlaupara í karlaflokki og sjö hlaupara kvennaflokki. Niðurstöður kosningarinnar eru eftirfarandi:

Karlaflokkur

RöðNafn
1Baldvin Þór Magnússon
2Sigurjón Ernir Sturluson
3Snorri Björnsson
4Arnar Pétursson
5Þorsteinn Roy Jóhannsson
6Þórólfur Ingi Þórsson
7Kristján Svanur Eymundsson

Kvennaflokkur

RöðNafn
1Andrea Kolbeinsdóttir
2Halldóra Huld Ingvarsdóttir
3Anna Berglind Pálmadóttir
4Íris Anna Skúladóttir
5Thelma Björk Einarsdóttir
6Rannveig Oddsdóttir
7Íris Dóra Snorradóttir

Upplýsingar um afrek hlauparanna sem lögð voru til grundvallar kosningunni er hægt að lesa um í frétt á hlaup.is. Hlaup.is mun svo birta viðtöl við hlauparana í kvöld.

Langhlaupari Ársins 2023 Konur 7T4A0943
Efstu konur frá vinstri: Andrea, Halldóra, Sonja (fulltrúi Önnu Berglindar og Rannveigar), Íris Anna og Íris Dóra

Langhlaupari Ársins 2023 Karlar B 7T4A0951
Efstu karlar frá vinstri: Sonja (fulltrúi Baldvins), Sigurjón Ernir, fulltrúi Snorra og kona Arnars

Hlaup.is þakkar stuðningsaðilum sem gáfu verðlaun, Sportís, Íslandsbanka og Icelandair.

Langhlaupari Ársins 2023 Öll Logo