Andrea Kolbeinsdóttir og Hlynur Andrésson eru langhlauparar ársins 2021

uppfært 18. febrúar 2022

Andrea Kolbeinsdóttir og Hlynur Andrésson eru langhlauparar ársins 2021 mati hlaupara og lesenda hlaup.is. Verðlaunin voru afhent í þrettánda skiptið í dag sunnudaginn, 13. febrúar. Í öðru sæti höfnuðu Þorbergur Ingi Jónsson og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir. Í þriðja sæti lentu Arnar Pétursson og Íris Anna Skúladóttir.

Andrea Kolbeinsdóttir LAU2021 2194
Andrea Kolbeinsdóttir
Hlynur Andrésson VES2020 387
Hlynur Andrésson

Andrea Kolbeinsdóttir hlýtur þennan titil í fyrsta skiptið. Hlynur Andrésson hlýtur þennan titil í annað skiptið en gat ekki verið viðstaddur verðlaunaafhendinguna, þar sem hann býr og æfir í Hollandi og var þar að auki að keppa í 3000m hlaupi á Norðurlandamótinu sem fram fór í Svíþjóð. Fyrir hans hönd tók Fríða Rún við verðlaununum.

Kosið var á milli sex hlaupara í karlaflokki og sex hlaupara kvennaflokki. Niðurstöður kosningarinnar eru eftirfarandi:

Karlaflokkur

RöðNafn
1Hlynur Andrésson
2Þorbergur Ingi Jónsson
3Arnar Pétursson
4Þorsteinn Roy Jóhannsson
5Þórólfur Ingi Þórsson
6Baldvin Þór Magnússon

Kvennaflokkur

RöðNafn
1Andrea Kolbeinsdóttir
2Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir
3Íris Anna Skúladóttir
4Rannveig Oddsdóttir
5Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir
6Fríða Rún Þórðardóttir

Upplýsingar um afrek hlauparanna sem lögð voru til grundvallar kosningunni er hægt að lesa um í frétt á hlaup.is. Hlaup.is mun svo birta viðtöl við hlauparana á morgun.

Hlauparar Ársins 2021 3. Efstu Sæti
Þrjú efstu og fulltrúar þeirra. Ragnheiður, Andrea, Íris Anna og Arnar

Við drógum út útdráttarverðlaun úr hópi þeirra sem kusu og upp kom nafn Valdísar Sigurvinsdóttir og fékk hún HOKA skópar.

Valdís Útdráttarvinningur
Valdís Sigurvinsdóttir með útdráttarverðlaunin

Hlaup.is þakkar stuðningsaðilum sem gáfu verðlaun, Sportís, Íslandsbanka og Icelandair.

Logo Stuðningsaðila B