Andrea Kolbeinsdóttir og Hlynur Andrésson eru langhlauparar ársins 2021 mati hlaupara og lesenda hlaup.is. Verðlaunin voru afhent í þrettánda skiptið í dag sunnudaginn, 13. febrúar. Í öðru sæti höfnuðu Þorbergur Ingi Jónsson og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir. Í þriðja sæti lentu Arnar Pétursson og Íris Anna Skúladóttir.
![Andrea Kolbeinsdóttir LAU2021 2194](/media/1979/lau2021_2194.jpg?anchor=center&mode=crop&width=1200&height=720&rnd=132871964100000000)
![Hlynur Andrésson VES2020 387](/media/1565/hlynur-andresson-ves2020_387.jpg?anchor=center&mode=crop&width=1200&height=720&rnd=132871964110000000)
Andrea Kolbeinsdóttir hlýtur þennan titil í fyrsta skiptið. Hlynur Andrésson hlýtur þennan titil í annað skiptið en gat ekki verið viðstaddur verðlaunaafhendinguna, þar sem hann býr og æfir í Hollandi og var þar að auki að keppa í 3000m hlaupi á Norðurlandamótinu sem fram fór í Svíþjóð. Fyrir hans hönd tók Fríða Rún við verðlaununum.
Kosið var á milli sex hlaupara í karlaflokki og sex hlaupara kvennaflokki. Niðurstöður kosningarinnar eru eftirfarandi:
Karlaflokkur
Röð | Nafn |
1 | Hlynur Andrésson |
2 | Þorbergur Ingi Jónsson |
3 | Arnar Pétursson |
4 | Þorsteinn Roy Jóhannsson |
5 | Þórólfur Ingi Þórsson |
6 | Baldvin Þór Magnússon |
Kvennaflokkur
Röð | Nafn |
1 | Andrea Kolbeinsdóttir |
2 | Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir |
3 | Íris Anna Skúladóttir |
4 | Rannveig Oddsdóttir |
5 | Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir |
6 | Fríða Rún Þórðardóttir |
Upplýsingar um afrek hlauparanna sem lögð voru til grundvallar kosningunni er hægt að lesa um í frétt á hlaup.is. Hlaup.is mun svo birta viðtöl við hlauparana á morgun.
![Hlauparar Ársins 2021 3. Efstu Sæti](/media/2010/hlauparar-arsins-2021-3-efstu-saeti.jpg?anchor=center&mode=crop&width=1200&height=720&rnd=132892602060000000)
Við drógum út útdráttarverðlaun úr hópi þeirra sem kusu og upp kom nafn Valdísar Sigurvinsdóttir og fékk hún HOKA skópar.
![Valdís Útdráttarvinningur](/media/2014/valdis-utdrattarvinningur.jpg?anchor=center&mode=crop&width=1200&height=720&rnd=132892640640000000)
Hlaup.is þakkar stuðningsaðilum sem gáfu verðlaun, Sportís, Íslandsbanka og Icelandair.
![Logo Stuðningsaðila B](/media/2012/logo-studningsadila-b.jpg?anchor=center&mode=crop&width=1200&height=720&rnd=132892613010000000)