Hafa hlaup hjálpað þér að yfirstíga erfiðleika í lífi þínu?

uppfært 07. apríl 2022

Um þessar mundir er verið að sýna leikritið "Ég hleyp" í Borgarleikhúsinu. Leikritið fjallar um mann sem notar hlaup til að komast yfir missi dóttur sinnar, en hún lést úr hvítblæði. Með hlutverk hlauparans í leikritinu fer Gísli Örn Garðarsson en hann sýnir enn einn stórleikinn.

Okkur hér á hlaup.is, í samstarfi við Borgarleikhúsið, langar til að heyra frá hlaupurum sem hafa á einhvern hátt notað hlaup til koma sér yfir erfiðleika í lífi sínu og birta frásögnina hér á hlaup.is. Ef þú sendir inn frásögn af því hvernig hlaup hjálpuðu þér að yfirstíga erfiðleika í lífinu þá áttu möguleika á að vinna 2 miða á leikritið "Ég hleyp" sem verið er að sýna í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Frásögnin má vera stutt eða löng og þú velur hvort við birtum hana undir nafni eða nafnlaust. Við eigum 14 miða og ætlum að reyna að gefa öllum þeim sem senda inn sögu miða á leikritið þar til miðarnir klárast.

Ef þú vilt deila þinni sögu, þá sendu hana á torfi@hlaup.is fyrir miðnætti sunnudaginn 17. apríl og láttu koma fram hvernig birtingin á að vera og hvert á að senda miðana.

Nánari upplýsingar um sýninguna og miðakaup.