Einstakt tilboð í Reykjanes Volcano Ultra 2022

uppfært 19. ágúst 2021

Reykjanes Volcano Ultra 2022 verður haldið helgina 2-3. júlí 2022. Vegalengdir frá 10 km upp í 100 mílur (rúmlega 160 km) á skemmtilegum hlaupaleiðum á Reykjanesinu.

Hlaup.is í samvinnu við Reykjanes Volcano Ultra býður einstakt tilboð í viðburðinn sem stefnt er á að hafa glæsilegan í samstarfi við Grindavíkurbæ. Fyrstu 25 sem skrá sig í hverja vegalengd fá 50% afslátt af skráningargjaldi.

Allar vegalengdirnar nema 10 km fara framhjá eldfjallinu og auk þess fara lengstu þrjár vegalengdirnar yfir á milli heimsálfa, þ.e. yfir flekaskilin milli Ameríku og Evrópu.

Öll hlaupin nema 100 mílna hlaupið hefjast laugardagskvöldið 2. júlí kl. 23.

Einstakt tilboð sem býðst aðeins þeim fyrstu 25 sem skrá sig í hverja vegalengd.

Nánari upplýsingar og skráning hér á hlaup.is.