uppfært 03. október 2021

Hjartadagshlaupið fór fram laugardaginn 2. október í tilefni Hjartadagsins í fínum aðstæðum. Hlaupið er frá Kópavogsvelli út á Kársnesið, annars vegar 5 km og hinsvegar 10 km leið. 156 hlauparar tóku þátt og hægt er að sjá úrslitin hér á hlaup.is.

Hlaup.is var einnig á vettvangi og tók bæði myndir, sem hægt er að sjá hér á hlaup.is og vídeó af hlaupurum í upphafi hlaups, fljótlega þegar þeir koma út af Kópavogsvelli sem er hér fyrir neðan.