Inntaka nýrra félagsmanna í félag 100 km hlaupara á Íslandi 2021

uppfært 26. október 2021

Árlegur félagsfundur félags 100 km hlaupara  þar sem inntaka nýrra félagsmanna verður haldinn fimmtudaginn 28.október kl. 19:30. Staðsetning verður tilkynnt þegar nær dregur.

Til að fá inngöngu í félag 100 km hlaupara: "Þarf að hlaupa 100 km samfleytt, þar sem klukka gengur allan tímann og hlaupið er formlega auglýst keppnishlaup með tímatöku og lágmarkstímamörkum."

Þeir hlauparar sem að telja sig hafa öðlast rétt á inngöngu í félagið þurfa að fylla út eftirfarandi form https://forms.gle/d8NqAZdyTfmGie9x5

Í framhaldi mun stjórn félags 100 km hlaupara skoða hvort hlaupið uppfylli skilyrði til inngöngu og hlaupari mun síðan fá sérstakt boð á viðburðinn og aðgang að Fésbókarsíðu félags 100 km hlaupara sé svo. Hlaupari fær þá úthlutað félagsnúmeri, en þarf að mæta á félagsfund til að fá afhenta hinu eftirsóttu derhúfu 100km hlaupara.

Með kveðju frá stjórn félagsins,
Stefán Bragi, Elísabet og Rúna Rut
Varamenn: Ásta Björk og Anna Sigríður