Íslendingar í Hannover maraþoni 2022

uppfært 11. apríl 2022

Sunnudaginn 3. apríl fór Hannover maraþonið fram og tóku nokkrir meðlimir úr hlaupahópnum HHHC þátt í hlaupinu. Að sögn fóru nokkrir af þeim bjartsýnir inn í 2022 með það markmið að fara Hannover maraþonið undir 3 klst en það var ljóst fljótlega að íslenskt veðurfar var ekki að auðvelda þeim að ná þessum markmiðum.

Þeir létu þó ekki slæmt veður og færð í janúar, febrúar og mars trufla sig og æfðu þeim mun meira á hlaupabrettum. Covid setti líka strik í reikninginn hjá hópnum en þrátt fyrir þessar hindranir náðu þeir sem höfðu sett sér sub 3 klst markmiðin þeim með glans og því fullt af flottum tímum að nást í upphafi árs.

Kíktu á tímana hjá Íslendingunum í Hannover maraþoninu á hlaup.is.