uppfært 29. maí 2022

Að venju fjölmenntu Íslendingar í Kaupmannahafnarmaraþon sem fram fór þann 14. maí síðastliðinn. Það er greinilega eitthvað sem heillar því að þessu sinni voru 93 Íslendingar að hlaupa en að minnsta kosti 20 fleiri höfðu skráð sig en ekki náð að taka þátt.

Þú getur séð tíma Íslendinganna hér á hlaup.is (undir Valmyndinni í "Hlaup í Útlöndum/Úrslit") og einnig hverjir komust inn á Ársbesta listann með þessu maraþoni.

Í kvennaflokki sigraír Helah Kiprop frá Kenýa á 2:24:10 og í karlaflokki sigraði Berhane Tsegay frá Eritríu a tímanum 2:08:23.

Í þessu hlaupi skráðu sig 11.925 hlauparar, en líklega var endanleg tala hlaupara eitthvað lægri. Hér fyrir neðan eru nokkrar tölulegar staðreyndir um hlaupið:

  • Fyrsta Kaupmannarmaraþonið var haldið árið 1980
  • Meðalaldur hlaupara var 37 ár
  • Stærsti aldurshópurinn var 25-29 ára
  • Þátttakendur voru frá meira en 100 löndum.
  • 48% voru alþjóðlegir hlauparar (ekki Danir)
  • 25,9% hlaupara voru konur
  • Flestir þátttakendur voru frá Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi, Þýskalandi, Noregi og Frakklandi.