uppfært 03. október 2021

Með auknu ferðafrelsi fjölgar aftur maraþonum sem Íslendingar taka þátt í á erlendri grund. Það voru 7 Íslendingar sem tóku þátt á HC Andersen maraþoninu í Óðinsvé í Danmörku, sunnudaginn 26. september og náðist góður árangur eins og hægt er að sjá í listanum yfir Íslendingana og tíma þeirra á hlaup.is.

Hannes Hrafnkelsson (f. 1960) náði góðum tíma, 3:08:18 og lenti í 88 sæti, en það gerði einnig Pétur Haukur Jóhannesson (1986) sem hljóp á tímanum 3:09:26 og lenti í 98 sæti.