Langhlauparar ársins 2020 eru Rannveig Oddsdóttir og Hlynur Andrésson

uppfært 13. febrúar 2021

Rannveig Oddsdóttir og Hlynur Andrésson eru langhlauparar ársins 2020 mati hlaupara og lesenda hlaup.is. Verðlaunin voru afhent í tólfta skiptið í dag laugardaginn, 13. febrúar. Í öðru sæti höfnuðu Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir. Í þriðja sæti lentu Hlynur Guðmundsson og Guðlaug Edda Hannesdóttir.

Rannveig Oddsdóttir hlýtur þennan titil í þriðja skiptið, en hún hvar einnig kosin langhlaupari ársins 2010 og 2012. Hlynur Andrésson gat ekki verið viðstaddur verðlaunaafhendinguna, þar sem hann býr og æfir í Hollandi og undirbýr sig af kappi fyrir hálfmaraþon um miðjan mars, sem hluta af undirbúningi hans við að ná lágmarki á Ólympíuleikana. Fyrir hans hönd tók frændi hans við verðlaununum.

Upplýsingar um afrek hlauparanna sem lögð voru til grundvallar kosningunni er hægt að lesa um í frétt á hlaup.is. Hlaup.is mun svo birta á morgun viðtöl við hlauparana.

Við drógum út útdráttarverðlaun úr hópi þeirra sem kusu og upp kom nafn Líneyjar H. Þorkelsdóttur sem er í Skokkhópi Grundarfjarðar og fær hún HOKA skópar.

Hlaup.is þakkar stuðningsaðilum sem gáfu verðlaun, Íslandsbanka, Sportís og Hlaup.is.

Langhlaupari ársins 2020 7T4A3016
Sigurvegarar frá vinstri: Frændi Hlyns Andréssonar og Rannveig Oddsdóttir

Kosið var á milli fimm hlaupara í karlaflokki og fimm hlaupara kvennaflokki. Niðurstöður kosningarinnar eru eftirfarandi:

Karlaflokkur

RöðNafn
1Hlynur Andrésson
2Arnar Pétursson
3Hlynur Guðmundsson
4Maxime Sauvageon
5Stefán Guðmundsson

Kvennaflokkur

RöðNafn
1Rannveig Oddsdóttir
2Andrea Kolbeinsdóttir
3Guðlaug Edda Hannesdóttir
4Anna Berglind Pálmadóttir
5Elín Edda Sigurðardóttir

Langhlaupari ársins 2020 7T4A3024
Efstu 3 karlar frá vinstri: Hlynur Guðmundsson, frændi Hlyns Andréssonar og Arnar Pétursson

Langhlaupari ársins 2020 7T4A3027
Efstu 3 konur frá vinstri: Andrea Kolbeinsdóttir, Rannveig Oddsdóttir, móðir Guðlaugar Eddu Hannesdóttir

Langhlaupari ársins 2020 7T4A3031
Frá vinstri: Anna Berglind, móðir Guðlaugar Eddu, Andrea, Rannveig, frændi Hlyns, Arnar, Hlynur G., Maxime og faðir Stefáns

Á myndina vantar Elínu Eddu Sigurðardóttir.