uppfært 03. júlí 2022

Akureyrarhlaupið fór fram við góðar aðstæður fimmtudaginn 30. júní. Hlaupnir voru 5 km, 10 km og 21,1 km á götu og var 21,1 km hlaupið jafnframt Íslandsmeistaramót í greininni.

Heildarfjöldi hlaupara sem kláraði hlaupið var 137 og þar af voru 55 í 5 km, 56 í 10 km og 26 í hálfu maraþoni. Það voru Helgi Rúnar Pálssson og Anna Berglind Pálmadóttir sem unnu 5 km hlaupið, Börkur Þórðarson og Hulda Fanný Pálsdóttir sigruðu 10 km hlaupið og Baldvin Þór Magnússon og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir urðu Íslandsmeistarar í hálfu maraþoni.

Þegar ljóst var að bæði Baldvin Þór og Arnar Pétursson myndu keppa um Íslandsmeistaratitilinn var fyrirséð að um harða keppni yrði að ræða. Voru þeir félagar nokkuð jafnir framan af hlaupinu, en svo seig Baldvin framúr. Þegar ca. 2,5 km voru eftir var Arnar búinn að ná honum aftur en Baldvin náði að slíta hann af sér og sigraði nokkuð örugglega.

Þú getur séð öll úrslitin á hlaup.is og einnig myndir frá hlaupinu. Ef þú tókst þátt í hlaupinu, mundu þá að skrá þig inn á Mínar síður á hlaup.is og gefa hlaupinu einkunn.