Mýrdalshlaupið fjölgar þátttakendum

uppfært 29. apríl 2022

Umsjónarmenn Mýrdalshlaupsins hafa ákveðið að bæta við 50 hlaupurum í Mýrdalshlaupið vegna mikillar eftirspurnar í hlaupið. Mýrdalshlaupið er skemmtilegt og krefjandi utanvegahlaup í mikilli náttúrufegurð og verður það haldið í níunda sinn laugardaginn 21. maí 2022.

Opnað verður fyrir viðbótarskráninguna föstudaginn 29. apríl kl 14:00.