Nýjung á hlaup.is - Einkunnir hlaupa birtar jafnóðum

uppfært 14. febrúar 2023

Í dag kynnum við nýjung á hlaup.is sem felst í því að einkunnir í hlaupum  eru birtar jafnóðum og þær eru gefnar. Hægt er sjá yfirlit einkunna fyrir öll hlaup og öll ár með því að fara í valmyndina undir "Hlaup á Íslandi/Einkunnagjöf hlaupa" (https://hlaup.is/hlaup-a-islandi/einkunnir-hlaupa/).

Við þökkum þeim hlaupurum sem styðja hlaup mánaðarlega með framlagi, en það er fyrir þeirra framlag sem við náðum að klára þetta verkefni Má bjóða þér að styðja við bakið á hlaup.is og þannig efla frekari þróun á nýjungum á vefnum? Smelltu þá á "Styrkja" hnappinn efst til hægri á þessari síðu eða eftirfarandi link: https://hlaup.is/styrktu-hlaupis.

Hlauparar geta gefið einkunnir fyrir hlaup þegar úrslit hafa borist hlaup.is og þau hafa verið birt þar. Þá staðfesta hlauparar á "Mínum síðum" tíma sinn í hlaupinu og í kjölfarið geta þeir gefið hlaupinu einkunn.

Með því að smella á nafn hlaups á yfirlitssíðu einkunna, er hægt að sjá sundurliðun fyrir einstaka þætti í einkunnagjöfinni fyrir það hlaup.

Einnig er hægt að skoða einkunnirnar í gegnum "Úrslitasíðu 2XU" á hlaup.is fyrir hvert einstakt hlaup.

Einkunnagjöf Úrslitasíða
Birting einkunnar á úrslitasíðu hlaupsins

Einkunnir hlaupa fyrri ára og einstakir þættir í einkunnagjöfinni eru líka aðgengilegir á yfirlitssíðu einkunna. Þú getur t.d. skoðað heildarniðurstöður síðasta árs þar sem Hólmsheiðarhlaupið og Fossvogshlaup Hleðslu báru sigur úr býtum í vali á hlaupi ársins. Á myndinni hér fyrir neðan sést sundurliðun á þeim þáttum sem gefin er einkunn fyrir.

Einkunnagjöf Sundurliðun Þátta
Sundurliðun þátta í einkunnagjöf