Skráning í hið vinsæla Mýrdalshlaup hefst föstudaginn 19. janúar

uppfært 18. janúar 2024

Mýrdalshlaupið,  skemmtilegt og krefjandi utanvegahlaup í mikilli náttúrufegurð, verður haldið í tíunda sinn laugardaginn 25. maí 2024. Skráning hefst föstudaginn 19. janúar kl. 12 á hádegi, sjá skráningu og nánari upplýsingar.

Vegalengdir

Boðið verður upp á þrjár vegalengdir; 21 km með 1000 m hækkun og tæpa 10 km með 400 m hækkun. Þá er einnig boðið upp á 3 km skemmtiskokk.

  • 21 km - 1100 hæðarmetrar - Ræst kl. 11:00 - Viðurkennd ITRA braut sem gefur 1 punkt
  • 10 km - 490 hæðarmetrar - Ræst kl. 11:00
  • 3 km skemmtiskokk - Ræst kl. 11:30

MYR2020 408
Hlaupið upp á Reynisfjalli