Útdráttarverðlaun vegna hlaupara ársins og hlaupa ársins 2022

uppfært 20. febrúar 2023

Þegar lokað var fyrir atkvæðagreiðslu vegna vals á langhlaupara ársins 2022 og einkunnagjafar fyrir hlaup ársins 2022, var dregið úr nöfnum þeirra sem höfðu tekið þátt í þessu vali.

Í verðlaun voru HOKA hlaupaskór frá Sportís og voru nöfn Helgu Luciu Bergsdóttir, vegna vals á langhlaupara ársins og Ólafar Dagmar Úlfarsdóttir vegna einkunnagjafar á hlaupum ársins dregin út. Þær hafa nú fengið útdráttarverðlaunin sín afhent og óskar hlaup.is þeim til hamingju með verðlaunin.

Jafnframt þökkum við öllum hlaupurum sem tóku þátt fyrir þátttökuna og minnum á að einkunnagjöfin er nú opin fyrir þau hlaup sem fram hafa farið á þessu ári og birting á einkunnum verður jafnóðum og hlaupin klárast.

Útdráttarverðlaun 2022 C
Helga Lucia Bergsdóttir og Ólöf Dagmar Úlfarsdóttir