Eldslóðin - Vídeó og myndir af öllum hlaupurum í brautinni

uppfært 05. september 2021

Hlaup.is var á staðnum og fylgdist með hlaupurum í Eldslóðinni, sem fram fór laugardaginn 4. september. Það voru nokkur hundruð hlaupara sem spreyttu sig á skemmtilegri utanvegaleið í Heiðmörkinni og kringum Helgafell í Hafnarfirði.

Í fyrra myndbandinu eru 9 km hlauparar á seinni hluta hringsins og búnir að hlaupa ca. 5 km af leiðinni en á seinna myndbandinu eru 28 km hlauparar búnir að hlaupa ca. 7 km og nálgast Búrfellsgjána í töluverðum mótvindi.

Þú getur einnig séð myndir af hlaupurum hér á hlaup.is og úrslitin úr hlaupinu.