Hlaupasumarið 2023 - Viðtal við umsjónarmann hlaup.is

uppfært 27. júní 2023

Kastljós RÚV tók viðtal við umsjónarmann hlaup.is Torfa H. Leifsson um stöðuna í hlaupum á Íslandi í dag. Hlaup.is fékk góðfúslegt leyfi til að birta viðtalið hér á hlaup.is, en Guðrún Sóley Gestsdóttir var spyrjandi Kastljóss.

Í viðtalinu ræddum við um myndatökur hlaup.is í almenningshlaupum á Íslandi og skemmtilegar pósur sem hlauparar taka, byrjunina á hlaupasumrinu og af hverju utanvegahlaup eru orðin svona vinsæl á Íslandi. Einnig að götuhlaupin halda stöðu sinni líka og algengasta hlaupamarkmiðið er að ná að hlaupa 10 km hlaup í Reykjavíkurmaraþoninu og þá helst undir 60 mínútum.

Torfi gaf líka nokkur góð ráð fyrir byrjendur og við þau ráð má bæta að góðir hlaupaskór og styrktaræfingar eru lykillinn að farsælum æfingum ásamt því að teygja reglulega eftir hlaup.