Langhlauparar ársins 2021 - Andrea og Hlynur í viðtali

uppfært 16. febrúar 2022

Hlaup.is ræddi við Andreu Kolbeinsdóttir og Hlyn Andrésson langhlaupara ársins 2021. Hlynur er á Ítalíu og því tókum við Zoom viðtal við hann.

Andrea sagði okkur frá því að hún væri ekki búin að æfa mikið undanfarið vegna handleggsbrots og Covid veikinda en væri núna að fara af stað. Hún stefnir á að taka þátt í Laugaveginum í sumar, en annað er ekki komið á planið hennar. Hún er önnum kafin á 2. ári í læknisfræði og finnst gott að hafa hreyfinguna með náminu.

Hlynur Andrésson er fluttur til Ítalíu frá Hollandi og æfir það undir leiðsögn eins frægasta og besta langhlaupara Ítalu, Stefano Baldini, en hann vann Ólympíugull í maraþoni 2004. Hann er með góða æfingafélaga, en æfir sérstaklega með ítalska metahafanum í 10 km hlaupi. Hlynur stefnir á Ólympíulagmark fyrir næstu Ólympíuleika sem þýðir að líklega þarf hann að fara undir 2:10. Fyrsta tilraun að þessu lágmarki verður vorið 2023.

Núna er fókusinn á 10 km götuhlaup, en hann stefnir á EM lágmark í því, sem þýðir að hann þarf að ná 28:15 og þar með bæta sig um 20 sekúndur. EM er í lok ágúst og að því loknu er stefnan sett á HM í hálfu maraþoni. Hlynur sagði okkur ýmsu öðru skemmtilegu.