Laugavegshlaupið 2023 - Viðtöl fyrir og eftir hlaup

uppfært 17. júlí 2023

Hlaup.is hitti nokkra hlaupara í Landmannalaugum fyrir hlaupið og svo í Þórsmörk eftir hlaupið og spjallaði við þá um undirbúninginn fyrir Laugavegshlaupið og síðan um hlaupið sjálft þegar því var lokið.

Viðtöl fyrir hlaup í Landmannalaugum

Þorbergur Ingi Jónsson (2. sæti)
Hvað gerir reynslubolti sem á brautarmetið í Laugavegshlaupinu þegar hann fær mikla keppni frá mörgum hlaupurum sem hafa verið að gera frábæra hluti undanfarið?

Viðtal við Andreu Kolbeinsdóttir 1. sæti kvenna
Er hægt að bæta tímana sína endalaust og slá brautarmet aftur og aftur? Hvernig nálgast maður svoleiðis áskorun?

Viðtal við Þorstein Roy Jóhannsson 3. sæti
Hvaða markmið setur maður sér í Lauavegshlaupinu þegar  maður er á fljúgandi framfarasiglingu? Eitt markmið eða mörg smærri? Og hvernig nærir maður sig vikuna fyrir hlaup?

Viðtal við Sigurjón Ernir Sturluson
Er hægt að hlaupa 50 km hlaup helgi eftir helgi og vera alltaf í toppsætum?

Viðtal við Sif Árnadóttir
Hvaða markmið setur maður þegar maður er búinn að ná frábærum tíma í Laugavegshlaupinu einu sinni ?

Viðtal við Kristján Fr. Kristjánsson og Sigurð Konráðsson
Þeir félagar voru að hlaupa sinn þriðja og áttunda Laugaveg.

Viðtal við mæðginin Þórhildi Ólöfu Helgadóttir og Sölva Stefánsson
Hvaða markmiðsetur sonur sér þegar mamma er að hlaupa í sama hlaupi?

Viðtöl eftir hlaup í Þórsmörk

Arnar Pétursson sigurvegari í hlaupinu
Arnar Pétursson sagði okkur frá hlaupinu og fór yfir hvað hugsanlega hann hefði getað gert betur til að slá brautarmetið. Hann sagði okkur líka frá því muninum á hlaupinu í fyrra og í ár og hvernig mjög ung dóttir hans hjálpaði honum á endurheimtaræfingum

Andrea Kolbeinsdóttir sigurvegari kvenna í hlaupinu
Andrea lýsti hlaupinu fyrir okkur og hvernig gekk að hlaupa með nokkrum sterkum karlhlaupurum, hvernig hún náði bætingunni og síðan hvernig henni leið í hlaupinu. Einnig um verkefni framundan.

Þorbergur Ingi Jónsson 2. sæti
Þorbergur Ingi ræddi um hlaupið, með hverjum hann hljóp stærstan hluta leiðarinnar og hvernig honum tókst að grafa upp reynslu og gamlan grunn á seinnihluta leiðarinnar þannig að hann var aðeins örfáum mínútum á eftir Arnari Péturssyni.

Íris Anna Skúladóttir 2. sæti kvenna
Íris Anna sagði okkur frá Laugavegshlaupinu og síðan hvernig hún blandar saman utanvegahlaupum, götuhlaupum og brautarhlaupum með góðum árangri samhliða því að halda utan um stóra 6 manna fjölskyldu með sínum manni sem einnig er góður hlaupari.