Viðtal við Ingólf Sveinsson (82 ára)

uppfært 12. október 2021

Við tókum viðtal við Ingólf Sveinsson geðlækni (82 ára) strax að loknu Powerade hlaupi í júní á þessu ári og þar kemur fram að hann byrjaði að hlaupa ungur strákur í sveitinni og að hann er búinn að hlaupa í kringum 30 maraþon og hálfmaraþon. Ingólfur æfir með Laugaskokki og reynir að ná því að æfa þrisvar í viku og er hvergi nærri hættur að æfa og keppa.

Eftirminnilegustu hlaupin hans eru Laugavegshlaupin, en hann hefur hlaupið um 20 Laugavegshlaup. Af götuhlaupum eru minnisstæð maraþon á Flórída og í Færeyjum sem hann segir að hafi verið einstaklega gaman. Heilræðið sem Ingólfur gefur þeim sem eru yngri og eru að stíga sín fyrstu skref í hlaupunum, er að vera hluti af hlaupahóp. Það sé ótrúlega gefandi og félagsskapurinn skipti miklu máli.

Hlustaðu á skemmtilegt viðtal við Ingólf.